Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Íslandsbanki hækkar vexti

Íslandsbanki mun hækka vexti um allt að 0,25 prósentustig á mánudaginn vegna ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að hækka stýrivexti.

Vön hesta­kona látin bera hluta tjóns vegna eigin sakar

Landsréttur hefur fallist á kröfu hestakonu þess efnis að bótaskylda VÍS vegna slyss sem hún varð fyrir þegar hún datt af hestbaki árið 2016 yrði samþykkt. Konan var þó dæmd til að bera fjórðung tjóns síns vegna eigin sakar.

Eldur kviknaði í fjöl­býlis­húsi í Kópa­vogi

Á sjötta tímanum var tilkynnt um eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Lómasölum í Kópavogi. Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang en greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem reyndist minniháttar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma á fót nýju búsetuúrræði svo takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Stjórnvöld hafi misst stjórn á stöðunni og stíga þurfi fast til jarðar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þingmann stjórnarandstöðunnar í beinni útsendingu.

Hætta rann­­sókn Ó­s­hlíðar­­málsins

Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. 

Gular viðvaranir í nótt og á morgun

Gul viðvörun vegna rigningar á Austfjörðum tók gildi klukkan ellefu í kvöld og gildir til klukkan tíu í fyrramálið. Þá hafa gular viðvaranir verið gefnar út fyrir Vestfirði og Strandir og Norðurland vestra sem taka gildi á morgun.

Sjá meira