Slökktu fjölda gróðurelda síðastliðinn sólarhring Töluverður erill var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðastliðinn sólarhring. Dælubílar fóru í fimm útköll vegna gróðurelda, sem flestir kviknuðu miðsvæðis. 15.4.2023 08:24
Þjóðþekktum flett upp í lyfjagátt án tilefnis Dæmi eru um það að starfsfólk apóteka fletti upp þjóðþekktu fólki í lyfjagáttinni, miðlægum gagnagrunni sem heldur utan um lyfjaávísanir fólks, án nokkurs tilefnis. 15.4.2023 07:54
Meintur fíkniefnasali reyndist hárgreiðslumaður Tilkynnt var um sölu fíkniefna í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið í Grafarholti í gærkvöldi. Þegar laganna verði bar að garði reyndist meintur fíkniefnasali vera blásaklaus hárgreiðslumaður. „Átti málið því ekki við rök að styðjast,“ segir í dagbók lögreglu. 15.4.2023 07:17
„Þetta þarf að vera faglegt mat“ Heilbrigðisráðherra segir að notkun lyfs við taugahrörnunarsjúkdómnum spinal muscular athrophy (SMA) verði ekki samþykkt nema að undangengnu faglegu mati. Nauðsynlegt sé að tryggja bæði öryggi notkunar lyfsins og að nytsemi hennar sé óyggjandi. 14.4.2023 23:45
Hótaði að myrða börn lögregluþjóns Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til níutíu daga óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hótað tveimur lögregluþjónum líkamsmeiðingum og börnum þriðja lögregluþjónsins lífláti og líkamsmeiðingum. 14.4.2023 22:23
Stórefla öryggi í sundlaugum eftir andlát ungs manns Borgarráð hefur samþykkt þrettán tillögur um bætingu öryggis í sundlaugum Reykjavíkur, umfram það sem lög og reglur kveða á um. Tillögurnar voru samþykktar í nafni Guðna Péturs Guðnasonar, sem lést í Sundhöll Reykjavíkur í janúar árið 2021. 14.4.2023 21:07
Gítarleikari The Script látinn aðeins 46 ára gamall Mark Sheehan, gítarleikari og einn stofnenda írsku hljómsveitarinnar The Script, lést í dag aðeins 46 ára gamall. 14.4.2023 20:02
Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14.4.2023 19:01
Símon Orri stýrir sölu smartbíla Símon Orri Sævarsson hefur verið ráðinn til Bílaumboðsins Öskju. Símon mun gegna starfi sölustjóra smartbíla og Mercedes-Benz sendibíla. Bílaframleiðandinn Smart býður upp á rafknúna bíla og er nýjasta viðbótin í vöruframboði Öskju. 14.4.2023 18:17
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson verður ekki ákærður fyrir kynferðisbrot og er laus allra mála. Lögreglan í Manchester staðfesti þetta við fréttastofu fyrr í dag en Gylfi var handtekinn fyrir tæpum tveimur árum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við formann leikmannasamtaka Íslands í beinni. 14.4.2023 18:00