Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ted Kaczynski er látinn

Bandaríski hryðjuverkamaðurinn Ted Kaczynski, sem þekktur var undir hryðjuverkamannsnafninu Unabomber, er látinn. Hann myrti þrjá og slasaði 23 með bréfasprengjum á árunum 1978 til 1995.

Missti stjórn á bílnum og endaði uppi á hól

Um klukkan 17 varð umferðaróhapp á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar í Reykjavík. Ökumaður fólksbíls missti stjórn á bílnum og keyrði út af veginum og upp á hól.

Sekt Arion banka vegna inn­herja­upp­lýsinga stendur

Landsréttur hefur staðfest sýknu Seðlabanka Íslands og íslenska ríkisins í máli sem Arion banki höfðaði til þess að fá 88 milljóna króna stjórnvaldssekt hnekkt. Fjármálaeftirlit Seðlabankans lagði sektina á bankann vegna brots á reglum um innherjaupplýsingar.

Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal

Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi.

Hafa virkjað eitt hundrað 5G senda

Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hefur virkjað 5G þjónustu á eitt hundrað sendum um landið, sem er hluti af verkefninu 5G allan hringinn, sem hófst haustið 2020.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Utanríkisráðherra segir enga ástæðu til að halda úti starfsemi sendiráðs í Moskvu þegar samskipti og viðskipti Íslands og Rússlands væru nánast engin og ætlar því að loka sendiráðinu. Það væri einnig hugsað í samhengi við alþjóðlegar aðgerðir til að einangra Rússa vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá meira