Fernando Torres hámaði í sig súpu í Friðheimum Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 18:28 Tryggvi Örn ásamt sjálfum Fernando Torres. Aðsend Knattspyrnugoðsögnin Fernando Torres er á ferð um landið. Liverpoolmaður sem dýrkar hann og dáir hitti kappann í dag en beið með að nálgast hann þangað til hann var búinn að borða. Tryggvi Örn Gunnarsson, starfsmaður í þróun hjá Kerecis, var ásamt nokkrum vinnufélögum sínum í gróður- og veitingahúsinu Friðheimum í Reykholti þegar hann kom auga á einn af sínum uppáhaldsliverpoolleikmönnum, sjálfan Fernando Torres. Tryggvi Örn segist hafa ákveðið að bíða þangað til kappinn kláraði að borða áður en hann gaf sig á tal við hann. „Hann var svo lengi að borða. Hann borðaði skál eftir skál [af tómatsúpu] og var með fullt borð af mat,“ segir Tryggvi Örn í smtali við Vísi. Þegar hann svo loksins vatt sér að Torres þóttist kappinn ekkert kannast við að vera þekktur, sennilega í von um að ekki myndi myndast röð af vongóðum Púlurum í leit að mynd. Á endanum samþykkti hann þó að stilla sér upp við hlið Tryggva Arnar. Torres gerði garðinn helst frægan með Liverpool en fór síðan til Chelsea, ákvörðun sem margir Púlarar hafa ekki enn fyrirgefið honum. Tryggvi Örn segist þó ekki erfa félagskiptin við Torres, enda hafi hann lítið getað fyrir þá bláklæddu. „Ég hefði samt viljað að fimmtíu milljónunum [punda] hefði verið varið í einhvern annan en Andy Carroll,“ segir Tryggvi Örn. Torres lauk ferlinum svo í Japan þar sem hann lék með Sagan Tosu í eitt ár. Nú starfar hann sem þjálfari U-19 liðs Atletico Madrid í heimalandinu, þar sem hann hóf ferilinn. Íslandsvinir Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Tryggvi Örn Gunnarsson, starfsmaður í þróun hjá Kerecis, var ásamt nokkrum vinnufélögum sínum í gróður- og veitingahúsinu Friðheimum í Reykholti þegar hann kom auga á einn af sínum uppáhaldsliverpoolleikmönnum, sjálfan Fernando Torres. Tryggvi Örn segist hafa ákveðið að bíða þangað til kappinn kláraði að borða áður en hann gaf sig á tal við hann. „Hann var svo lengi að borða. Hann borðaði skál eftir skál [af tómatsúpu] og var með fullt borð af mat,“ segir Tryggvi Örn í smtali við Vísi. Þegar hann svo loksins vatt sér að Torres þóttist kappinn ekkert kannast við að vera þekktur, sennilega í von um að ekki myndi myndast röð af vongóðum Púlurum í leit að mynd. Á endanum samþykkti hann þó að stilla sér upp við hlið Tryggva Arnar. Torres gerði garðinn helst frægan með Liverpool en fór síðan til Chelsea, ákvörðun sem margir Púlarar hafa ekki enn fyrirgefið honum. Tryggvi Örn segist þó ekki erfa félagskiptin við Torres, enda hafi hann lítið getað fyrir þá bláklæddu. „Ég hefði samt viljað að fimmtíu milljónunum [punda] hefði verið varið í einhvern annan en Andy Carroll,“ segir Tryggvi Örn. Torres lauk ferlinum svo í Japan þar sem hann lék með Sagan Tosu í eitt ár. Nú starfar hann sem þjálfari U-19 liðs Atletico Madrid í heimalandinu, þar sem hann hóf ferilinn.
Íslandsvinir Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira