Heimilisofbeldi ekki talið brot í nánu sambandi Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir líkamsárásir í garð þáverandi sambýliskonu sinnar. Dómari taldi háttsemi hans ekki falla undir nýlegt lagaákvæði um brot í nánu sambandi. 18.9.2023 14:55
„Kerfið hefur leitt til ákveðinnar sóunar“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti í dag gagngera kerfisbreytingu á fjármögnun háskólanna sem hún segir forsendu þess að íslenskir háskólar geti náð enn betri árangri. Gagnsæi hins nýja fyrirkomulags tryggi það að skólarnir sjái að meiri og betri árangur skili þeim auknu fjármagni. 18.9.2023 12:51
„Það hefur fennt yfir, en sárið er ekki gróið“ Gunnar Alexander Ólafsson, aðstandandi konu sem lést eftir röð mistaka á Landspítala árið 2013, segist hafa ákveðið að halda erindi um málið til þess að unnt verði að draga lærdóm af því og að slíkt muni ekki endurtaka sig. 18.9.2023 10:40
Bein útsending: Boðar umfangsmikla kerfisbreytingu í fjármögnun háskóla Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur boðið til blaðamannafundar í dag 18. september klukkan 10:30 í Sykursalnum í Grósku. Á fundinum verður kynnt umfangsmikil kerfisbreyting á úthlutun fjármagns til háskóla. 18.9.2023 10:01
Aukin hætta á aurskriðum fyrir austan Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður. 18.9.2023 07:31
Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15.9.2023 15:12
Ágúst skipaður forstöðumaður Lands og skógar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að skipa Ágúst Sigurðsson sem forstöðumann Lands og skógar, nýrrar stofnunar sem verður til við sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. 15.9.2023 14:51
Nemendur þurfa ekki að sitja tíma hjá Páli en hann ekki rekinn Skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir skrif Páls Vilhjálmssonar, sem kennir við skólann, skaða skólann. Sá skaði sé þó léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geti valdið hinsegin nemendum innan skólans. 15.9.2023 14:35
Tillögur að breyttri stjórnarskrá: Alþingismenn staðfesti ekki endanlega eigin kjörbréf Greinargerðum sérfræðinga sem forsætisráðherra fól að taka saman um kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi hefur nú verið skilað til forsætisráðuneytisins. Eitt helsta nýmælið sem lagt er til er að stjórnmálasamtök og frambjóðendur geti kært ákvörðun Alþingis um gildi kosninga til Hæstaréttar. 15.9.2023 11:27
Háskóli Íslands fær háa sekt vegna eftirlitsmyndavéla Persónuvernd hefur sektað Háskóla Íslands um eina og hálfa milljón króna eftir að kvartað var yfir rafrænni vöktun af hálfu skólans. 15.9.2023 10:04