Áfram enginn loðnukvóti Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2023/2024. 4.10.2023 21:41
„Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu“ Formaður VR segir fullyrðingu seðlabankastjóra um að ekkert land í Evrópu nema Ísland hafi brugðist við verðbólgu með launahækkunum grafalvarlega. 4.10.2023 20:29
Frelsissvipting í Kópavogi Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás og frelsissviptingu í Kópavogi á sjöunda tímanum í morgun. 4.10.2023 19:29
Elísabet nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku Elísabet G. Björnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. 4.10.2023 19:21
Hæstiréttur sneri við dómi sem hefur þegar verið afplánaður Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Ívar Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni eigin fjárfestinga Landsbankans, frá árinu 2014. Hæstiréttur hafði áður dæmt hann til tveggja ára fangelsisvistar en með umdeildri ákvörðun Endurupptökudóms var málið sent aftur til Hæstaréttar. Hann hefur þegar afplánað þann dóm og var því ekki dæmd refsing. 4.10.2023 18:40
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fjöllum við um verðbólguna. Seðlabankastjóri segir þörf á því að hafa stýrivexti áfram háa til að hafa hemil á hagkerfinu. Mikilvægt sé fyrir lántakendur sem sjá fram á hærri afborganir að fara yfir sína stöðu. 4.10.2023 18:01
Fyrirframgreiðsla arfs hefur aukist um helming Margir ráku upp stór augu þegar tilkynnt var að mat tekna af eignarsköttum hækkaði um 3,5 milljarða króna, eða 64,8 prósent, frá fjármálaáætlun ársins 2023. Hækkunin stafar helst af miklum vexti tekna af erfðafjárskatti. Það skýrist svo af því að hlutfall tekna af fyrirframgreiðslu arfs jókst um helming milli áranna 2022 og 2023. 4.10.2023 06:31
Ákváðu að kæra eftir að bent var á fleiri myndskeið Umhverfisstofnun mun skila kæru til Lögreglunnar á Suðurlandi vegna utanvegaaksturs Þjóðverjans Petes Ruppert í fyrramálið. 3.10.2023 21:44
Ráðherra fékk fyrsta gjafakort sinnar tegundar í heimunum Kringlan er fyrsta verslunarmiðstöð í heiminum til að gera viðskiptavinum kleift að vera með eitt stafrænt gjafakort fyrir alla verslunar – og þjónustuaðila Kringlunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tók formlega við fyrsta gjafakorti Kringlunnar í dag og verslaði með því í snyrtivörudeild Hagkaupa. 3.10.2023 21:32
Holan hugsanlega ólögleg en ekki endilega aksturinn Glæfralegur akstur þýsks ferðamanns á fjórtán tonna jeppa er kominn inn á borð Umhverfisstofnunar. Forstjóri hennar segir að atvikið skeri sig úr en ekki sé öruggt að aksturinn hafi verið ólögmætur. 3.10.2023 20:37