Fá ekki óheftan aðgang en hafa náð að bjarga nánast öllu Árni Sæberg skrifar 23. nóvember 2023 11:19 Berglind segir verstu sviðsmyndina alls ekki hafa raungerst. Vísir Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri Orf, segir í samtali við Vísi að hún hafi verið í sambandi við yfirvöld í dag og fengið þau svör að aðgangur að gróðurhúsi fyrirtækisins verði óbreyttur að sinni. Greint var frá því í gær að almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík yrði breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Berglind Rán segir að samskipti við yfirvöld hafi verið mikil og mjög góð undanfarið. Ljóst sé að reynt sé að gera allt til þess að hjálpa öllum í erfiðri stöðu. Hún treysti lögreglunni til þess að meta það hvenær öruggt verður að athafna sig með venjulegum hætti í gróðurhúsi fyrirtækisins. Versta sviðsmyndin hafi alls ekki raungerst Hún segir að í þremur ferðum í gróðurhúsið hafi tekist að bjarga nánast öllu sem bjargað verður. Fræjum og ýmsum plöntum hafi verið bjargað og vökvunarkerfi gróðurhússins sett í gang einu sinni. Þá hafi nánast öll tæki verið færð af svæðinu. „Versta sviðsmyndin hefur alls ekki raungerst.“ Þó sé ljóst að gróðurhúsið sjálft sé töluvert skemmt. Hún treysti sér ekki til þess að segja til um það hvort það sé ónýtt enda sé hún ekki sérfræðingur í þeim efnum. Þá hafi Náttúruhamfaratrygging Íslands ekki enn lagt mat á tjónið á húsinu. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri Orf, segir í samtali við Vísi að hún hafi verið í sambandi við yfirvöld í dag og fengið þau svör að aðgangur að gróðurhúsi fyrirtækisins verði óbreyttur að sinni. Greint var frá því í gær að almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík yrði breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Berglind Rán segir að samskipti við yfirvöld hafi verið mikil og mjög góð undanfarið. Ljóst sé að reynt sé að gera allt til þess að hjálpa öllum í erfiðri stöðu. Hún treysti lögreglunni til þess að meta það hvenær öruggt verður að athafna sig með venjulegum hætti í gróðurhúsi fyrirtækisins. Versta sviðsmyndin hafi alls ekki raungerst Hún segir að í þremur ferðum í gróðurhúsið hafi tekist að bjarga nánast öllu sem bjargað verður. Fræjum og ýmsum plöntum hafi verið bjargað og vökvunarkerfi gróðurhússins sett í gang einu sinni. Þá hafi nánast öll tæki verið færð af svæðinu. „Versta sviðsmyndin hefur alls ekki raungerst.“ Þó sé ljóst að gróðurhúsið sjálft sé töluvert skemmt. Hún treysti sér ekki til þess að segja til um það hvort það sé ónýtt enda sé hún ekki sérfræðingur í þeim efnum. Þá hafi Náttúruhamfaratrygging Íslands ekki enn lagt mat á tjónið á húsinu.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35