Dró sér tæpa milljón árið 2018 og fær ekki refsingu Kona var sakfelld fyrir fjárdrátt í gær vegna millifærslna af reikningi félags, sem hún framkvæmdi árið 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki unnt að kenna konunni um drátt málsins. 26.10.2023 11:29
Hnífstunguárás á Ásbrú Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna hnífstunguárásar við Lindarbraut á Ásbrú á miðvikudag í síðustu viku. 26.10.2023 10:44
Settist upp í hjá ökumanni í vímu sem bakkaði á ógnarhraða Kona hefur verið dæmd til þess að bera helming tjóns síns, sem hún hlaut eftir umferðarslys, sjálf. Hún settist upp í bíl hjá ökumanni sem var undir áhrifum fíkniefna og bakkaði á ríflega fimmtíu kílómetra hraða. 25.10.2023 16:36
Stórmeistarar verði ekki lengur opinberir starfsmenn Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur kynnt áform um ný heildarlög um skák. Helsta breytingin sem er áformuð er að stórmeistarar í skák verði ekki lengur opinberir starfsmenn og að þeir fái ekki greitt fyrir það eitt að vera stórmeistarar. 25.10.2023 14:55
Ráðamenn hafi engan áhuga á ófremdarástandi á lánamarkaði Fasteignasali segir að húsnæðislánakerfið hér á landi hafi ekkert skánað á þeim fjörutíu árum síðan verðtrygging var innleidd. „Fólk bara deyfist og svæfist við þetta mótlæti, herðir að sér.“ 25.10.2023 11:06
Bergný og Elín ráðnar til Kadeco Kadeco hefur ráðið til starfa þær Bergnýju Jónu Sævarsdóttur og Elínu R. Guðnadóttur. Bergný er nýr sjálfbærnistjóri Kadeco og Elín nýr yfirverkefnastjóri. 25.10.2023 09:57
Ók á 150 kílómetra hraða og marga hringi í hringtorgum Karlmaður hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Hann ók á 150 kílómetra hraða á klukkustund og beitti ýmsum brögðum til þess að komast undan laganna vörðum. Þá hrækti hann framan í lögregluþjón. 24.10.2023 17:09
Íslendingar geti náð fullkomnu jafnrétti „Ef einhver þjóð ætti að geta náð markmiðinu um fullt jafnrétti, þá erum það við,“ segir forsætisráðherra, sem lagði niður störf í dag en er þó alltaf á vaktinni. 24.10.2023 16:12
Hló að spurningu um meinta tvífara Pútíns Talsmaður stjórnvalda í Kreml hló á blaðamannafundi í morgun þegar hann var spurður út í orðróm um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi fengið hjartaáfall á sunnudag og að hann nýtti sér tvífara í stað þess að koma fram opinberlega. 24.10.2023 15:14
Göngufólk villtist á Ingólfsfjalli Í gærkvöldi barst björgunarsveitum beiðni um aðstoð frá fólki sem gengið hafði á Ingólfsfjall milli Hveragerðis og Selfoss, og villst. Niðamyrkur var komið og fólkið treysti sér ekki til að halda áfram. 24.10.2023 13:50