Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Unnustan segir Ísi­dór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan

Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan.

Heilsuðust að nasistasið með lög­reglu á hælunum

Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst.

„Ég get ekki mótað hann eins og leir, hann er ekki strengja­brúða“

Ísidór Nathansson, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintri skipulagningu Sindra Snæs Birgissonar á hryðjuverkum, segir fráleitt að ákæruvaldið haldi því fram að hann hafi hvatt Sindra Snæ til hryðjuverka. Hann hefur fyrir dómi ekki farið í grafgötur með umdeildar skoðanir sínar á samkynhneigðum og útlendingum.

Sindri segir meinta skipu­lagningu hryðju­verka hafa verið grín

Sindri Snær Birgisson segir í skýrslutöku fyrir dómi að hann hafi ekki með nokkru móti verið að skipuleggja hryðjuverk þegar hann ræddi við félaga sinn um fjöldamorð, kaup á lögreglufatnaði, aðdáun á fjöldamorðingjum og fleira í þeim dúr. „Ég neita þessu alfarið, þetta er bara galið.“ Hann og verjandi hans hafa gagnrýnt ákæruvaldið harðlega fyrir að taka hlutina úr samhengi.

Sindri segist hafa fram­leitt lé­legar byssur viljandi

Sindri Snær Birgisson játar að hafa selt þremur nafngreindum einstaklingum þrívíddarprentuð skotvopn af gerðinni FCG. Hann segir aðeins eitt þeirra hafa virkað almennilega og hin hafi verið léleg af ásettu ráði.

Sjón­varp gamla fólksins á Spáni ekki ó­hult enn

Landsréttur hefur fellt frávísunarúrskurð héraðsdóms í máli Sýnar gegn Jóni Einari Eysteinssyni úr gildi að hluta. Sýn höfðaði mál á hendur honum fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu félagsins.

Ný stefna, nýtt nafn og nýtt merki: „Við erum afl­vaki sjálf­bærrar fram­tíðar“

Síðustu vikur og mánuði hefur farið fram mikil vinna við nýja stefnu Orkuveitu Reykjavíkur. Meðfram nýrri stefnu hefur ásýnd fyrirtækisins verið endurmörkuð. Héðan af verður það kallað Orkuveitan í daglegu tali, nýtt merki hefur verið hannað og einkennislitnum breytt úr bláum í grænan. Þá hefur setningin „Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar“ verið gerð að eins konar einkunnarorðum Orkuveitunnar.

Sjá meira