Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. júlí 2024 13:57 Páll Gunnar er ekki ánægður með aðgerðaleysi Bjarkeyjar. Vísir Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. Um helgina var greint frá kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á kjötvinnslufyrirtækinu Kjarnafæði Norðlenska. Kaupin fara í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna nýs ákvæðis í umdeildum búvörulögum sem voru samþykkt í mars á þessu ári. Samkeppniseftirlitið telur að við breytingar atvinnuveganefndar á lögunum hafi málið ekki verið skoðað í þaula og hver möguleg áhrif þeirra væru. Eftirlitið skoraði á matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, að beita sér hið fyrsta fyrir breytingum á undanþáguheimildunum. Það ætlar Bjarkey hins vegar ekki að gera. Óttast ekki hærra verð „Markmið laganna er að skila þessu, betra afurðaverði til bænda og verði til neytenda. Það er núna þá okkar, hins opinbera, að fylgja því eftir að þau markmið nái fram að ganga,“ segir Bjarkey í samtali við fréttastofu. Hún óttast ekki að kaupin leiði til hærra verðs til neytenda. „Ég trúi því líka að bæði neytendur og bændur láti í sér heyra ef þau koma illa út úr þessu.“ Vonbrigði að ráðherra beiti sér ekki Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það vonbrigði að ráðherra vilji ekki beita sér fyrir breytingum. „Það er allt sem mælir með því að taka þetta upp til skoðunar á haustþingi og í raun og veru óhjákvæmilegt.“ Alvarlegt sé að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. „Það er augljóslega mjög alvarlegt. Að við séum komin á þennan stað, án þess að það hafi verið reistar neinar varnir í staðinn. Hvorki fyrir bændur né neytendur. Eftir því sem við best vitum þá fengu engir að koma að mótun á þessu breytta frumvarpi á vettvangi atvinnuveganefndar, aðrir en lögmaður KS og Samtaka kjötafurðastöðva.“ Matvælaframleiðsla Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landbúnaður Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira
Um helgina var greint frá kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á kjötvinnslufyrirtækinu Kjarnafæði Norðlenska. Kaupin fara í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna nýs ákvæðis í umdeildum búvörulögum sem voru samþykkt í mars á þessu ári. Samkeppniseftirlitið telur að við breytingar atvinnuveganefndar á lögunum hafi málið ekki verið skoðað í þaula og hver möguleg áhrif þeirra væru. Eftirlitið skoraði á matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, að beita sér hið fyrsta fyrir breytingum á undanþáguheimildunum. Það ætlar Bjarkey hins vegar ekki að gera. Óttast ekki hærra verð „Markmið laganna er að skila þessu, betra afurðaverði til bænda og verði til neytenda. Það er núna þá okkar, hins opinbera, að fylgja því eftir að þau markmið nái fram að ganga,“ segir Bjarkey í samtali við fréttastofu. Hún óttast ekki að kaupin leiði til hærra verðs til neytenda. „Ég trúi því líka að bæði neytendur og bændur láti í sér heyra ef þau koma illa út úr þessu.“ Vonbrigði að ráðherra beiti sér ekki Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það vonbrigði að ráðherra vilji ekki beita sér fyrir breytingum. „Það er allt sem mælir með því að taka þetta upp til skoðunar á haustþingi og í raun og veru óhjákvæmilegt.“ Alvarlegt sé að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. „Það er augljóslega mjög alvarlegt. Að við séum komin á þennan stað, án þess að það hafi verið reistar neinar varnir í staðinn. Hvorki fyrir bændur né neytendur. Eftir því sem við best vitum þá fengu engir að koma að mótun á þessu breytta frumvarpi á vettvangi atvinnuveganefndar, aðrir en lögmaður KS og Samtaka kjötafurðastöðva.“
Matvælaframleiðsla Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landbúnaður Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira