Væta af og til Í dag verður suðvestan fimm til tíu suðvestanátt, en tíu til fimmtán á norðanverðu landinu. Skýjað að mestu og dálítil væta af og til. Yfirleitt bjart verður um landið austanvert. Hiti þrjú til átta stig. 14.3.2025 07:49
Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Ásthildur Lóa Þórsdóttir menntamálaráðherra segist hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar og manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2007. 13.3.2025 16:00
Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir nauðgun sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis. 13.3.2025 15:25
Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki aðeins hafa hætt í borgarstjórn vegna veikinda heldur hafi flokksforystan ráðskast með hann. Hann hafi til að mynda gefið þrjár milljónir af borgarstjórnarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar en engar þakkir fengið fyrir. 13.3.2025 14:48
Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Skel fjárfestingarfélag hefur keypt um tíu prósenta hlut í Sýn fyrir rúmlega hálfan milljarð króna. Stærstu eigendur Skeljar seldu forvera Sýnar fjölmiðlahluta félagsins á sínum tíma og stjórnarformaðurinn, Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur talsverða reynslu af fjölmiðlarekstri. 12.3.2025 15:05
Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum Ásthildar Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, og eiginmanns hennar. Þau kröfðust bóta úr hendi ríkisins vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. 12.3.2025 14:10
Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Líftæknifyrirtækið Oculis Holding AG, sem stofnað var af tveimur íslenskum prófessorum, tapaði um 13,2 milljörðum króna árið 2024. Stjórnendur félagsins segja árið þó hafa verið gott og að félagið sé fullfjármagnað til ársbyrjunar 2028. 12.3.2025 11:00
Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Lífeyrissjóður Verzlunarmannar seldi í gær allan hlut sinn í Sýn, 5,67 prósent. Ekki liggur fyrir hver kaupandinn var, en rúmlega níu prósent í félaginu voru keypt í gær. 12.3.2025 10:02
Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 11.3.2025 15:40
Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist hafa talið þá leið sem valin hefur verið í málefnum ÍL-sjóðs þá bestu frá upphafi. Tal um „leið Bjarna“ í þeim efnum sé einkennilegt. 11.3.2025 13:57
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp