Hvergi af baki dottinn og fer með áminninguna fyrir Landsrétt Lögmaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson ætlar ekki að sætta sig við að sitja uppi með áminningu sem Úrskurðarnefnd lögmanna veitti honum vegna ágreinings um skipti dánarbús. Hann ætlar með málið fyrir Landsrétt og eftir atvikum alla leið í Hæstarétt. 2.6.2025 16:51
Lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna frá og með klukkan 18 í kvöld, vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn. 2.6.2025 16:10
Í haldi grunaður um að hafa valdið alvarlegum áverkum Einn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til og með fjórða júní vegna líkamsárásar sem framin var um helgina. Brotaþoli liggur þungt haldinn eftir árásina. 2.6.2025 14:42
Veitingamaður með langan brotaferil hlaut þunga sekt Gísli Ingi Gunnarsson, veitingamaður sem hlotið hefur nokkurn fjölda refsidóma, hefur verið dæmdur til sextán mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu tæplega 200 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattalagabrot. 2.6.2025 14:00
Áminning Höskuldar stendur Lögmaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson fór fýluferð í dómsal þegar hann reyndi að fá áminningu frá Úrskurðarnefnd lögmanna hnekkt. Hann var áminntur fyrir að halda eftir fjármunum erfingja í dánarbúi og að villa um fyrir úrskurðarnefndinni. 2.6.2025 13:12
Vilja endurbyggja verkstæðið en nágrannar mótmæla harðlega Eigendur lóðar að Grettisgötu 87 í Reykjavík, þar sem réttingaverkstæði brann árið 2016, hafa fengi leyfi byggingarfulltrúa til að endurbyggja húsið og innrétta þar réttingaverkstæði og heildverslun. Nágrannar mótmæla áformunum harðlega. 30.5.2025 16:57
Telja að maðurinn sé fundinn Viðbragðsaðilar telja að maðurinn, sem talið er að hafi örmagnast í sjónum úti fyrir Fiskislóð í Reykjavík í gær, sé fundinn. Hann var ekki með lífsmarki. 30.5.2025 14:47
Eldur kviknaði í vörubíl á Reykjanesbraut Eldur kviknaði í vörubíl á Reykjanesbraut við Kaplakrika í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 12. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur slökkt eldinn en brautin er áfram lokuð til norðurs. 30.5.2025 12:12
Reknir fyrir að vinna ekki nógu mikið Isavia ANS hefur sagt upp fimm flugumferðarstjórum og mun veita fimm öðrum áminningu vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Í stað þess að sitja við vinnu skráðu flugumferðarstjórar tíma á sig sem aðrir höfðu unnið. 30.5.2025 10:51
Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Ýmissa grasa kennir meðal þeirra sem keyptu hluti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir króna, hámarkið sem einstaklingar gátu keypt fyrir. Umsvifamiklir athafnamenn eru mest áberandi en þó eru nokkur óvænt nöfn inn á milli. Þar má til að mynda sjá plötusnúð, leikkonu, poppstjörnur og lækna. Þá virðast kaup í útboðinu hafa orðið að fjölskyldusporti hjá mörgum. 28.5.2025 16:07