Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Byggð á höfuð­borgar­svæðinu, Reykjanesskaginn og kjara­málin

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur, ætla að velta fyrir sér framtíðarmynstri byggðarinnar í kringum höfuðborgarsvæðið á Sprengisandi. Staðan á Reykjanesskaganum og á vinnumarkaði koma einnig við sögu.

Segja göng Hamas liggja undir höfuð­stöðvum UNRWA

Talsmenn Ísraelshers segja að mörg hundruð metra langt ganganet Hamas hafi fundist á Gasa. Göng hryðjuverkasamtakanna liggi meðal annars undir höfuðstöðvum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA.

Festist í póst­kassa

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst heldur óvenjulegt útkall í gærkvöldi. Þá hafði íbúi í miðbæ Reykjavíkur ætlað að spara sér að sækja lykla að póstkassa en orðið fyrir því óláni að festa hendurnar í póstkassanum.

Barn lamið í höfuðið með skóflu

Tilkynnt var um slagsmál í Kópavogi í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði var mikill æsingur á vettvangi. Flytja þurfti einn á bráðamóttöku sem hafði verið laminn í höfuðið með skóflu. Barnavernd var gert viðvart um málið, þar sem hinn lamdi er ekki orðinn sjálfráða.

Al­manna­varnir boða til upplýsingafundar

Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 17. Á fundinum verður farið yfir atburði síðustu daga á Reykjanesskaganum. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Kokkar í Krýsu­vík hjá fyrr­verandi eigin­manni og vini sínum

Sólveig Eiríksdóttir, sem oftast er kölluð Solla og kennd við Gló eða Grænan kost, er komin í draumastarfið á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Krýsuvíkursamtakanna og fyrrverandi eiginmaður Sollu, bauð henni að vinna þar sem kokkur. Hún segir alla sína fyrrverandi vera vini sína.

Sjá meira