Söguleg skipun Agnesar Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2025 15:18 E. Agnes er nýr yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur Grímsson sinnti þeirri stöðu áður en hann var kjörinn á Alþingi. Vísir E. Agnes Eide Kristínardóttir hefur verið skipuð yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu yfirlögregluþjóns hjá embættinu. Á sama tíma er stokkað upp í stöðum aðstoðaryfirlögregluþjóna. Þetta kemur fram í uppfærðum tengiliðalista fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, sem fjölmiðlum barst síðdegis. Þar kemur fram að samhliða því að E. Agnes var skipuð yfirlögregluþjónn hafi Ævar Pálmi Pálmason tekið við starfi hennar sem aðstoðaryfirlögregluþjónn skipulagðrar glæpastarfsemi. Ævar Pálmi var áður aðstoðaryfirlögregluþjónn kynferðisbrota. Í tilkynningunni segir að Bylgja Hrönn Baldursdóttir hafi tekið við þeirri stöðu af honum. Í samtali við Vísi segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að fimm hafi sótt um embætti yfirlögregluþjóns. Þá sé skipunin merkileg fyrir þær sakir að kona hafi aldrei áður gengt stöðunni hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ævar Pálmi sótti um Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Gunnar Rúnar að einn þeirra fimm sem sóttu um hefi dregið umsókn sína til baka. Umsækjendur hafi auk Agnesar verið þeir Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þórir Ingvarsson og áðurnefndur Ævar Pálmi Pálmason. Stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna skipulagðrar brotastarfsemi og kynferðisbrota hafi ekki verið auglýstar heldur hefði verið sett í þær tímabundið. Áratugareynsla Í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um skipun Agnesar segir að hún búi yfir áratugareynslu af lögreglustarfinu, en hún hafi hafið störf hjá lögreglunni í Reykjavík vorið 1991. Agnes hafi starfað þar til ársloka 2006 og síðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007 þegar lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð. Hún hafi unnið við almenna löggæslu um árabil og síðan í tæknideildinni í rúmlega áratug, sem lögreglufulltrúi. Agnes hafi orðoð aðstoðaryfirlögregluþjónn árið 2020 og stýrt lögreglustöðinni á Vínlandsleið í Reykjavík til 2023. Hún hafi þá tekið við sem aðstoðaryfirlögregluþjónn skipulagðrar brotastarfsemi og gegnt því starfi til síðustu mánaðamóta. „Um leið og við óskum Agnesi innilega til hamingju með ráðninguna væntum við áfram mikils af störfum hennar.“ Lögreglan Vistaskipti Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Grímur undir feldi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 22. október 2024 09:17 Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. 13. desember 2024 15:31 Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Mikið hefur verið fjallað um fjölda embættismanna sem voru í framboði til Alþingis í nýafstöðnum kosningum. Þar að auki er fjöldi sveitastjórnarfólks í framboði. Spurningin er hvaða stöður og embætti losna eftir kosningarnar? 1. desember 2024 17:27 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Þetta kemur fram í uppfærðum tengiliðalista fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, sem fjölmiðlum barst síðdegis. Þar kemur fram að samhliða því að E. Agnes var skipuð yfirlögregluþjónn hafi Ævar Pálmi Pálmason tekið við starfi hennar sem aðstoðaryfirlögregluþjónn skipulagðrar glæpastarfsemi. Ævar Pálmi var áður aðstoðaryfirlögregluþjónn kynferðisbrota. Í tilkynningunni segir að Bylgja Hrönn Baldursdóttir hafi tekið við þeirri stöðu af honum. Í samtali við Vísi segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að fimm hafi sótt um embætti yfirlögregluþjóns. Þá sé skipunin merkileg fyrir þær sakir að kona hafi aldrei áður gengt stöðunni hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ævar Pálmi sótti um Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Gunnar Rúnar að einn þeirra fimm sem sóttu um hefi dregið umsókn sína til baka. Umsækjendur hafi auk Agnesar verið þeir Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þórir Ingvarsson og áðurnefndur Ævar Pálmi Pálmason. Stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna skipulagðrar brotastarfsemi og kynferðisbrota hafi ekki verið auglýstar heldur hefði verið sett í þær tímabundið. Áratugareynsla Í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um skipun Agnesar segir að hún búi yfir áratugareynslu af lögreglustarfinu, en hún hafi hafið störf hjá lögreglunni í Reykjavík vorið 1991. Agnes hafi starfað þar til ársloka 2006 og síðan hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun 2007 þegar lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð. Hún hafi unnið við almenna löggæslu um árabil og síðan í tæknideildinni í rúmlega áratug, sem lögreglufulltrúi. Agnes hafi orðoð aðstoðaryfirlögregluþjónn árið 2020 og stýrt lögreglustöðinni á Vínlandsleið í Reykjavík til 2023. Hún hafi þá tekið við sem aðstoðaryfirlögregluþjónn skipulagðrar brotastarfsemi og gegnt því starfi til síðustu mánaðamóta. „Um leið og við óskum Agnesi innilega til hamingju með ráðninguna væntum við áfram mikils af störfum hennar.“
Lögreglan Vistaskipti Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Grímur undir feldi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 22. október 2024 09:17 Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. 13. desember 2024 15:31 Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Mikið hefur verið fjallað um fjölda embættismanna sem voru í framboði til Alþingis í nýafstöðnum kosningum. Þar að auki er fjöldi sveitastjórnarfólks í framboði. Spurningin er hvaða stöður og embætti losna eftir kosningarnar? 1. desember 2024 17:27 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Grímur undir feldi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 22. október 2024 09:17
Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. 13. desember 2024 15:31
Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Mikið hefur verið fjallað um fjölda embættismanna sem voru í framboði til Alþingis í nýafstöðnum kosningum. Þar að auki er fjöldi sveitastjórnarfólks í framboði. Spurningin er hvaða stöður og embætti losna eftir kosningarnar? 1. desember 2024 17:27