Bjóða Grindvíkingum að færa fasta vexti Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign. 22.2.2024 16:28
Segja að loðnan gæti verið að bíða eftir nýju tungli Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum velta því nú fyrir sér hvort loðnan hafi ekki enn fundist vegna þess að hún bíði eftir nýju tungli. Það er byggt á gamalli japanskri sjómannaspeki. 22.2.2024 15:42
„Reddari“ tekinn með haug af kannabis og sand af seðlum Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um að fá að rannsaka innihald síma manns, sem grunaður er um fíkniefnabrot í tveimur málum. Annars vegar póstlagði hann umslag sem innihélt kannabisefni og hins vegar var hann gripinn með mikið magn kannabisefna á sér ásamt hálfri milljón króna í seðlum. 22.2.2024 14:25
Ekki hugað að öryggi almennings í Gleðivík Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna banaslyss, sem varð á Djúpavogi sumarið 2022, segir að pottur hafi víða verið brotinn í skipulagsmálum við Eggin í Gleðivík. Samhliða því hafi ekki verið hugað að öryggi almennings. Þá segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður skotbómulyftara veitti gangandi vegfaranda ekki athygli. 22.2.2024 12:34
Samráðið hafi kostað samfélagið 62 milljarða króna Samkvæmt frummati sem unnið var fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR kostaði meint ólögmætt samráð stóru skipafélaganna Eimskips og Samskipa íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á árunum 2008 til 2013. 22.2.2024 10:56
Köldu vatni hleypt á hafnarsvæðið Byrjað er að hleypa köldu vatnið á kerfið á hafnarsvæðinu í Grindavík. Almannavarnir ítreka að mikilvægt er að eigendur fasteigna séu viðstaddir þegar vatni er hleypt á. 22.2.2024 10:28
Hótar aðgerðum fari hjólin ekki að snúast fyrir helgi Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir að Samtök atvinnulífsins hafi fram á föstudag til þess að koma með eitthvað að samningaborðinu. Ellegar neyðist Fagfélögin til þess að grípa til aðgerða í kjaradeilunni. 21.2.2024 23:11
Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. 21.2.2024 22:09
Sigurður Ágúst kjörinn formaður Félags eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson var í dag kosinn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á aðalfundi félagsins með rúmlega 60 prósent atkvæða. Meint hallarbylting sem fjallað var um í dag raungerðist. 21.2.2024 20:31
Lífeyrissjóðamálið fer beint til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Lífeyrissjóðs verslunarmanna í máli sjóðsfélaga á hendur sjóðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, ólögmæta og málinu var skotið beint til Hæstaréttar. 21.2.2024 18:55