Thomas Møller Olsen kominn til Danmerkur Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur þann 14. janúar 2017, hefur verið fluttur úr landi og til Danmerkur 10.10.2019 18:18
Ragnar Auðun býður sig fram í embætti gjaldkera VG Ragnar Auðun Árnason, stjórnmálafræðingur í Reykjavík sækist eftir embætti gjaldkera Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á komandi landsfundi. 10.10.2019 17:56
Fór á milli og tók í hurðarhúna Á þriðja tímanum í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í Kópavogi, hafði óprúttinn aðili þá verið á vappi í hverfinu og hafði stundað það að taka í hurðarhúna. 10.10.2019 17:23
Forsetaframbjóðandinn Karoui látinn laus Dómstóll í Norður-Afríkuríkinu Túnis fyrirskipaði í dag að forsetaframbjóðandinn Nabil Karoui skyldi leystur úr haldi, fjórum dögum áður en önnur umferð forsetakosninganna í landinu fara fram. 9.10.2019 21:34
Var gripinn glóðvolgur við að leka hernaðarleyndarmálum til fjölmiðla Henry Kyler Frese, starfsmaður leyniþjónustu herafla Bandaríkjanna (e.Defense Intelligence Agency), hefur verið handtekinn og er sakaður um að hafa lekið hernaðarlega mikilvægum leynigögnum til tveggja blaðamanna. Brotin er sögð hafa verið framin í ár og í fyrra. 9.10.2019 20:30
Rændu bæjarstjóranum og drógu hann eftir götunni Ellefu voru handteknir í mexíkóska bænum Las Margaritas eftir að hafa rænt bæjarstjóranum Jorge Escandon Hernandez, bundið hann aftan í bifreið og dregið hann eftir götum bæjarins. Independent greinir frá. 9.10.2019 19:05
Tala látinna í mótmælum í Írak nálgast eitt hundrað Undanfarna fimm daga hafa Írakar víða safnast saman á götum úti og mótmælt ríkisstjórn forsætisráðherrans Adil Abdul-Mahdi. Íraskar mannréttindastofnanir segja að um eitt hundrað manns hafi látist í átökum vegna mótmælanna. 5.10.2019 16:44
Grunaður ISIS-liði handtekinn nærri Madríd Tuttugu og þriggja ára gamall karlmaður var handtekinn í bænum Parla nærri spænsku höfuðborginni Madríd vegna gruns um að tilheyra hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu, ISIS. 5.10.2019 16:08
Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar. 5.10.2019 14:56
Myrti fjóra á götum New York Lögreglan í New York var aðfaranótt laugardags kölluð til Chinatown-hverfis borgarinnar þar sem að maður hafði gengið berserksgang og myrt fjóra heimilislausa menn með barefli. 5.10.2019 14:00