Thomas Møller Olsen kominn til Danmerkur Andri Eysteinsson skrifar 10. október 2019 18:18 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur þann 14. janúar 2017, hefur verið fluttur úr landi og til Danmerkur eftir að leyfi fyrir flutningunum fékkst frá dönskum yfirvöldum. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu RÚV. Í frétt RÚV segir að Thomas Møller hafi verið fluttur úr landi í almennu farþegaflugi í hand- og fótajárnum og í fylgd lögreglu. Leyfi fyrir flutningunum hafi fengist frá Danmörku 1. október síðastliðinn og var sakborningurinn fluttur úr landi þremur dögum síðar. Björgvin segir í samtali við RÚV að skjólstæðingur sinn sé nú vistaður í stærsta fangelsi Danmerkur, Vestre í Kaupmannahöfn. Ekki liggur fyrir hvort hann muni afplána refsingu sína alfarið í Vestre. Í nóvember síðastliðinn var Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar 2017. Var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness því staðfestur. Sótt var um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar en beiðninni var hafnað af Hæstarétti 28. febrúar síðastliðinn og lauk því ferli málsins í íslensku réttarkerfi. Birna Brjánsdóttir Danmörk Fangelsismál Tengdar fréttir Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. 28. febrúar 2019 17:42 Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsformanninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. 24. nóvember 2018 07:45 Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur þann 14. janúar 2017, hefur verið fluttur úr landi og til Danmerkur eftir að leyfi fyrir flutningunum fékkst frá dönskum yfirvöldum. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu RÚV. Í frétt RÚV segir að Thomas Møller hafi verið fluttur úr landi í almennu farþegaflugi í hand- og fótajárnum og í fylgd lögreglu. Leyfi fyrir flutningunum hafi fengist frá Danmörku 1. október síðastliðinn og var sakborningurinn fluttur úr landi þremur dögum síðar. Björgvin segir í samtali við RÚV að skjólstæðingur sinn sé nú vistaður í stærsta fangelsi Danmerkur, Vestre í Kaupmannahöfn. Ekki liggur fyrir hvort hann muni afplána refsingu sína alfarið í Vestre. Í nóvember síðastliðinn var Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar 2017. Var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness því staðfestur. Sótt var um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar en beiðninni var hafnað af Hæstarétti 28. febrúar síðastliðinn og lauk því ferli málsins í íslensku réttarkerfi.
Birna Brjánsdóttir Danmörk Fangelsismál Tengdar fréttir Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. 28. febrúar 2019 17:42 Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsformanninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. 24. nóvember 2018 07:45 Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. 28. febrúar 2019 17:42
Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsformanninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. 24. nóvember 2018 07:45
Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00