Heimspólitíkin við Hringborðið og varnarlaus forsætisráðherra í Víglínunni Góðir gestir í Víglínunni sem er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. 13.10.2019 16:45
Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. 13.10.2019 16:23
Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13.10.2019 14:55
Ekvadorski herinn vaktar götur höfuðborgarinnar Mikil og hörð mótmæli hafa geisað í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador undanfarna viku vegna hækkandi eldsneytisverðs. Ósáttir Ekvadorar hafa fyllt götur og stræti Quito og hafa ráðist að skrifstofum fjölmiðla og kveiktu í skrifstofu ríkisendurskoðanda Ekvador. 13.10.2019 13:51
Þrír látnir í Kalíforníu Eldar hafa undanfarið logað í sunnanverðri Kalíforníu, við stórborgina Los Angeles. Yfir 30 byggingar eru skemmdar og þrír eru látnir. 13.10.2019 12:30
„Warren er kapítalisti, ég er það ekki" Bandaríski öldungadeildaþingmaðurinn frá Vermont, Bernie Sanders, sem er á meðal þeirra sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna á næsta ári, gagnrýndi mótherja sinn, þingkonuna Elizabeth Warren. 13.10.2019 11:39
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13.10.2019 10:35
Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12.10.2019 16:45
Hættuástandi í Norðlingaholti aflýst eftir skoðun sprengjudeildar Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var kölluð út um miðjan dag vegna tilkynningar um torkennilegan hlut sem fannst á víðavangi í Norðlingaholti. 12.10.2019 16:34
Belgísk prinsessa handtekin á loftslagsmótmælum í London Lafði Moncada, Prinsessan María-Esmeralda, yngsta dóttir Leópolds III belgíukonungs, systir Alberts II. konungs og föðursystir núverandi konungs Belgíu, Filippusar var handtekin á loftslagsmótmælunum sem staðið hafa yfir í London. 12.10.2019 16:01