Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. 9.6.2019 12:15
Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. 9.6.2019 09:48
Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli fjármálaráðherra. 8.6.2019 16:26
Rússinn sem spændi um Bjarnarflagið segir suma ekki geta lifað án þess að brjóta reglurnar "Ekki gera þetta, ekki gera hitt, ekki labba, hér má ekki anda. Það má ekki fljúga dróna hér þú mátt ekki fara af veginum og svo framvegis,“ þetta segir við Instagram-mynd rússnesku instagramstjörnunnar umdeildu, Alexander "Sasha“ Tikhomirov. 8.6.2019 14:10
Passi sig á að byrja daginn ekki of snemma Lögregla hafði í ýmsu að snúast í nótt en biðlar til þeirra sem hyggja á viðgerðir og viðhald um að elska friðinn og fylgja reglugerðum. 8.6.2019 13:05
GameTíví fer yfir sögu Men in Black leikjanna Í tilefni útkomu stórmyndarinnar Men in Black: International sem skartar stórstjörnunum Tessu Thompson, Chris Hemsworth og Liam Neeson í aðalhlutverkum tóku ekki minni stjörnur, þeir Ólafur Þór Jóelsson og Tryggvi Haraldur Georgsson, stjórnendur Game TV, saman sögu Men in Black tölvuleikjanna. 8.6.2019 12:23
Ferðaþjónustan þarf að leita hagræðingarkosta vegna fækkunar ferðamanna Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. 8.6.2019 11:14
Húsgögnum suðurstofu Bessastaða skipt út fyrir íslenska hönnun Í dag var húsgögnum suðurstofu Bessastaða skipt út. Flest húsgögn á Bessastöðum eru ensk að uppruna en í ljósi þess frábæra árangurs sem íslenskir hönnuðir hafa náð við gerð á húsgögnum á undanförnum áratugum má segja að tímabært sé að helga einn af sölum Bessastaða íslenskri hönnun og húsgagnagerð. 7.6.2019 23:37
Umhverfisráðherra Breta viðurkennir kókaínneyslu sína Breski stjórnmálamaðurinn Michael Gove, sem gengt hefur stöðu umhverfisráðherra Bretlands, og er einn þeirra sem sækjast eftir stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins eftir að Theresa May steig til hliðar, hefur viðurkennt að hafa neytt kókaíns á árum áður. 7.6.2019 22:34
Lögreglumaður í Minnesota fangelsaður fyrir morð á vakt Lögreglumaðurinn fyrrverandi, Mohamed Noor, sem starfaði í Minneapolis í Minnesota var í dag dæmdur til tólf og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa orðið hinni fertugu Justine Damond að bana í júlí árið 2017. 7.6.2019 21:32