Mótmælin í Prag þau stærstu frá falli kommúnismans 1989 Mikill mannfjöldi hefur undanfarið safnast saman í Prag, höfuðborg Tékklands, og krafist afsagnar sitjandi forsætisráðherra landsins, viðskiptajöfursins fyrrverandi, Andrej Babis. 23.6.2019 18:49
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20% í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. Að sama skapi verða verslanir hvattar til að hætta með tilboð á óhollustu, eins og að gos fylgi skyndibitatilboðum. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30. 23.6.2019 17:51
Trump frestar brottvísunum og gefur tveggja vikna frest til að leysa vandann Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur ákveðið að fresta brottrekstrarátaki sem hann hugðist koma af stað með það að markmiði að fækka ólöglegum innflytjendum innan landamæra Bandaríkjanna. 22.6.2019 23:50
Frábær stemmning á Black Eyed Peas í Laugardal Bandaríska hljómsveitin heimsþekkta, Black Eyed Peas lék í kvöld á stóra sviðinu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Sveitin tók alla sína helstu slagara, þar á meðal Boom Boom Pow, Lets Get it Started, The Time og fleiri þekkta slagara. 22.6.2019 23:28
Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22.6.2019 23:12
Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22.6.2019 19:17
Umrenningurinn Scamp er ljótasti hundur heims Smáhundurinn Scamp bar í dag sigur úr býtum í 31. árlegu keppninni um ljótasta hund í heimi. Scamp er í eigu Yvonne Morones frá Santa Rosa í Kalíforníu sem bjargaði hundinum af götunni árið 2014. 22.6.2019 18:25
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dæmi eru um að karlmenn séu á götunni vegna heimilisofbeldis. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir vandann falinn þar sem karlar upplifi oft mikla skömm sem þolendur. Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf. 22.6.2019 18:03
Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. 21.6.2019 23:53
Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. 21.6.2019 23:00