Georgíumenn kalla eftir kosningum Georgíumenn mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Tbilisi, höfuðborgar landsins, annan daginn í röð og kölluðu eftir breytingum í stjórn landsins, afsögn innanríkisráðherra og nýrra þingkosninga. 21.6.2019 21:07
Frozt munu spila undir merkjum rafíþróttadeildar FH Rafíþróttadeild Fimleikafélags Hafnarfjarðar, FH, hefur samið við eitt besta League of Legends lið landsins, Frozt, um að liðið leiki framvegis undir merki rafíþróttadeildar FH eða eSports FH. 21.6.2019 20:53
50 milljóna króna sekt stendur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu. 21.6.2019 19:31
Sex sóttu um stöðu forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Sex hafa sótt um stöðu forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en Herdís Gunnarsdóttir, núverandi forstjóri sækir ekki um stöðuna að nýju. 21.6.2019 18:04
Fangelsisdómur vegna nauðgunar á Hressó staðfestur í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hemn Rasul Hamd 34 ára gamals karlmanns vegna nauðgunar aðfaranótt 14. febrúar 2016. 21.6.2019 17:32
„Mikill heiður að fá að vera brautryðjandi“ Aldís Amah Hamilton er 28 ára leikkona sem útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands fyrir þremur árum. Aldís hefur meðal annars leikið hlutverk Desdemónu í uppsetningu Vesturports á Shakespeareverkinu Óþelló sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 2016. 17.6.2019 23:03
Internetið í Eþíópíu legið niðri í á sjöunda dag Lokað hefur verið fyrir aðgang að internetinu í á sjöunda dag í austur-Afríkuríkinu Eþíópíu. Internetsleysið fer illa í þjóðina og gætir mikillar reiði og pirrings meðal almennings. 17.6.2019 22:50
Skotárás í meistarafögnuði Toronto Raptors Talið er að tveir hafi orðið fyrir skoti í miðborg Toronto í Kanada í dag. Mikill fjöldi fólks var þar samankomin til að fagna fyrsta NBA titli körfuboltaliðs borgarinnar Toronto Raptors. 17.6.2019 20:33
Grunaður morðingi Lübcke tengdur inn í öfga-hægri hópa Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. 17.6.2019 19:31
Fjallkonan í ár er Aldís Amah Hamilton Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hófst á Austurvelli í dag. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Í ár er fjallkonan Aldís Amah Hamilton. 17.6.2019 18:00