Mál Meek Mill tekið upp að nýju Áfrýjunardómstóll í bandarísku borginni Fíladelfíu sneri í dag við áratugsgömlum dómi á hendur rapparans Meek Mill. Meek var dæmdur fyrir brot á eiturlyfja og vopnalögum árið 2008 og hefur síðan verið á skilorði. 24.7.2019 21:05
Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24.7.2019 19:41
Hollenski leikarinn Rutger Hauer látinn Hollenski leikarinn Rutger Hauer sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Blade Runner, Sin City, Batman Begins og True Blood, er látinn 75 ára að aldri. 24.7.2019 18:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Ásgeir Jónsson í embætti seðlabankastjóra til næstu fimm ára. Fjallað verður um skipunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við Ásgeir, sem nú starfar sem forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. 24.7.2019 17:48
Opnað fyrir umferð um Öxnadalsheiði að nýju Opnað hefur verið fyrir umferð um Öxnadalsheiði að nýju eftir að olíuflutningabíll valt á veginum fyrr í dag. Um sautján þúsund lítrar af olíu láku úr tanknum og rakleitt í Grjótá sem er nærri veginum. 24.7.2019 17:40
Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24.7.2019 17:14
Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f 23.7.2019 16:11
Róbert Wessman í stjórn japansks lyfjafyrirtækis Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og stjórnarformaður Alvotech, var í vikunni kjörinn í stjórn japanska lyfjafyrirtækisins Fuji Pharma en japanska fyrirtækið á 4,2% hlut í Alvotech. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alvogen. 23.7.2019 14:51
SHÍ birtir umsögn sína við frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur birt umsögn sína um nýtt frumvarp um stuðningssjóð íslenskra námsmanna. 23.7.2019 14:00
Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla "Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. 23.7.2019 12:00