Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Andri Eysteinsson skrifar 24. júlí 2019 17:14 Ásgeir Jónsson forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og verðandi seðlabankastjóri. Vísir/Baldur Hrafnkell Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ.Í rökstuðningi við ákvörðun Forsætisráðherra um skipun Ásgeirs, sem starfað hefur hjá Háskólanum frá 2004 auk starfa fyrir Hagfræðistofnun, Kaupþing og seinna Arion banka, segir að í umsögnum sem bárust um Ásgeir hafi komið fram að hann væri m. a. „skarpgreindur, víðsýnn, afkastamikill, ritfær, frjór í hugsun, mannasættir og góður í mannlegum samskiptum.“ Þá kemur fram að umsagnaraðili telji Ásgeir hafa verið farsælan sem stjórnanda, vel liðinn og með skýra sýn. Ásgeir sé sanngjarn en fylginn sér, úrræðagóður og fljótur að setja sig inn í hluti. Hann njóti virðingar og hafi lyft þeim einingum sem hann hefur stýrt upp á hærra stig.Sérþekking á peningastefnu nýtist vel í embætti Þá segir að sérþekking Ásgeirs á peningastefnu myndi nýtast vel í embætti seðlabankastjóra. Þá var það jafnframt mat ráðherra að stjórnunarhæfni Ásgeirs myndi nýtast betur en samsvarandi hæfni annarra umsækjenda í embættið. Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til frammistöðu Ásgeirs í viðtali og áðurnefndra umsagna. Ásgeir Jónsson lauk doktorsprófi í hagfræði frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 2001 með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. Doktorsritgerð Ásgeirs fjallaði um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hagkerfi. Ásgeir hefur starfað við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent.Ásgeir hefur verið deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015 og samhliða því einnig verið efnahagsráðgjafi Virðingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og verið forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004 til 2011. Á árunum 2000 til 2004 var Ásgeir sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og samhliða því stundakennari við Háskóla Íslands. Seðlabankinn Vistaskipti Tengdar fréttir Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40 Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10 Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ.Í rökstuðningi við ákvörðun Forsætisráðherra um skipun Ásgeirs, sem starfað hefur hjá Háskólanum frá 2004 auk starfa fyrir Hagfræðistofnun, Kaupþing og seinna Arion banka, segir að í umsögnum sem bárust um Ásgeir hafi komið fram að hann væri m. a. „skarpgreindur, víðsýnn, afkastamikill, ritfær, frjór í hugsun, mannasættir og góður í mannlegum samskiptum.“ Þá kemur fram að umsagnaraðili telji Ásgeir hafa verið farsælan sem stjórnanda, vel liðinn og með skýra sýn. Ásgeir sé sanngjarn en fylginn sér, úrræðagóður og fljótur að setja sig inn í hluti. Hann njóti virðingar og hafi lyft þeim einingum sem hann hefur stýrt upp á hærra stig.Sérþekking á peningastefnu nýtist vel í embætti Þá segir að sérþekking Ásgeirs á peningastefnu myndi nýtast vel í embætti seðlabankastjóra. Þá var það jafnframt mat ráðherra að stjórnunarhæfni Ásgeirs myndi nýtast betur en samsvarandi hæfni annarra umsækjenda í embættið. Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til frammistöðu Ásgeirs í viðtali og áðurnefndra umsagna. Ásgeir Jónsson lauk doktorsprófi í hagfræði frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 2001 með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. Doktorsritgerð Ásgeirs fjallaði um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hagkerfi. Ásgeir hefur starfað við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent.Ásgeir hefur verið deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015 og samhliða því einnig verið efnahagsráðgjafi Virðingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og verið forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004 til 2011. Á árunum 2000 til 2004 var Ásgeir sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og samhliða því stundakennari við Háskóla Íslands.
Seðlabankinn Vistaskipti Tengdar fréttir Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40 Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10 Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40
Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10
Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00