Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Andri Eysteinsson skrifar 24. júlí 2019 17:14 Ásgeir Jónsson forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og verðandi seðlabankastjóri. Vísir/Baldur Hrafnkell Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ.Í rökstuðningi við ákvörðun Forsætisráðherra um skipun Ásgeirs, sem starfað hefur hjá Háskólanum frá 2004 auk starfa fyrir Hagfræðistofnun, Kaupþing og seinna Arion banka, segir að í umsögnum sem bárust um Ásgeir hafi komið fram að hann væri m. a. „skarpgreindur, víðsýnn, afkastamikill, ritfær, frjór í hugsun, mannasættir og góður í mannlegum samskiptum.“ Þá kemur fram að umsagnaraðili telji Ásgeir hafa verið farsælan sem stjórnanda, vel liðinn og með skýra sýn. Ásgeir sé sanngjarn en fylginn sér, úrræðagóður og fljótur að setja sig inn í hluti. Hann njóti virðingar og hafi lyft þeim einingum sem hann hefur stýrt upp á hærra stig.Sérþekking á peningastefnu nýtist vel í embætti Þá segir að sérþekking Ásgeirs á peningastefnu myndi nýtast vel í embætti seðlabankastjóra. Þá var það jafnframt mat ráðherra að stjórnunarhæfni Ásgeirs myndi nýtast betur en samsvarandi hæfni annarra umsækjenda í embættið. Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til frammistöðu Ásgeirs í viðtali og áðurnefndra umsagna. Ásgeir Jónsson lauk doktorsprófi í hagfræði frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 2001 með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. Doktorsritgerð Ásgeirs fjallaði um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hagkerfi. Ásgeir hefur starfað við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent.Ásgeir hefur verið deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015 og samhliða því einnig verið efnahagsráðgjafi Virðingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og verið forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004 til 2011. Á árunum 2000 til 2004 var Ásgeir sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og samhliða því stundakennari við Háskóla Íslands. Seðlabankinn Vistaskipti Tengdar fréttir Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40 Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10 Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ.Í rökstuðningi við ákvörðun Forsætisráðherra um skipun Ásgeirs, sem starfað hefur hjá Háskólanum frá 2004 auk starfa fyrir Hagfræðistofnun, Kaupþing og seinna Arion banka, segir að í umsögnum sem bárust um Ásgeir hafi komið fram að hann væri m. a. „skarpgreindur, víðsýnn, afkastamikill, ritfær, frjór í hugsun, mannasættir og góður í mannlegum samskiptum.“ Þá kemur fram að umsagnaraðili telji Ásgeir hafa verið farsælan sem stjórnanda, vel liðinn og með skýra sýn. Ásgeir sé sanngjarn en fylginn sér, úrræðagóður og fljótur að setja sig inn í hluti. Hann njóti virðingar og hafi lyft þeim einingum sem hann hefur stýrt upp á hærra stig.Sérþekking á peningastefnu nýtist vel í embætti Þá segir að sérþekking Ásgeirs á peningastefnu myndi nýtast vel í embætti seðlabankastjóra. Þá var það jafnframt mat ráðherra að stjórnunarhæfni Ásgeirs myndi nýtast betur en samsvarandi hæfni annarra umsækjenda í embættið. Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til frammistöðu Ásgeirs í viðtali og áðurnefndra umsagna. Ásgeir Jónsson lauk doktorsprófi í hagfræði frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 2001 með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. Doktorsritgerð Ásgeirs fjallaði um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hagkerfi. Ásgeir hefur starfað við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent.Ásgeir hefur verið deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015 og samhliða því einnig verið efnahagsráðgjafi Virðingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og verið forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004 til 2011. Á árunum 2000 til 2004 var Ásgeir sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og samhliða því stundakennari við Háskóla Íslands.
Seðlabankinn Vistaskipti Tengdar fréttir Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40 Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10 Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Fjórir metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra Þetta herma heimildir Kjarnans sem greinir frá málinu á vef sínum í dag. 16. júní 2019 17:40
Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10
Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. 28. júní 2019 06:00