Andri Eysteinsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Tekjur Íslendinga: Jón með 28,3 milljónir á mánuði

Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, er tekjuhæstur íslenskra forstjóra ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðarlaun Jóns á árinu 2018 28,363 milljónum króna. Næst launahæstur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson með 27,514 milljónir á mánuði.

Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru

Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó.

Boris segir írsku baktrygginguna vera ólýðræðislega

Boris Johnson forsætisráðherra Breta segir í bréfi til Evrópusambandsins að írska baktryggingin, einn helsti ásteitingarsteinninn í útgöngusamningum Breta og ESB vegna Brexit, sé andlýðræðisleg og alls ófær. Því verði Evrópusambandið að falla frá þeirri kröfu.

Leigubílstjóra hótað með sprautunál í Árbænum

Leigubílstjóri í Reykjavík tilkynnti lögreglu í nótt um greiðsluvik og hótanir í Árbænum. Hafði leigubílstjórinn ekið pari að ákveðnu húsi en þegar kom að greiðslu ógnaði maðurinn honum með eggvopni á meðan að konan, vopnuð sprautunál, hótaði að stinga hann.

Baltasar og Nikolaj Coster-Waldau borðuðu saman á Matarkjallaranum

Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau hefur undanfarna daga dvalið hér á landi. Íslandsvinurinn Coster-Waldau er einn þekktasti leikari Danmerkur og hefur undanfarin ár gert garðinn frægan í hlutverki riddarans Jaime Lannister í HBO þáttunum Game of Thrones sem sýndir voru á Stöð 2.

Sjá meira