Þrír slösuðust í gær eftir að hafa fengið grjót á sig, þar á meðal karlmaður um tvítugt og hins vegar barn. Meiðsli þeirra munu þó ekki vera alvarleg.
Í samtali við Vísi í gær sagði Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vík, að ferðamenn hafi sumir hverjir virt lokunina að vettugi og klofað yfir gula borðann sem strengdur var fyrir ströndina til að afmarka lokaða svæðið. Segir Sigurður að ferðamenn hafi jafnvel farið inn á svæðið á meðan að lögreglumenn athöfnuðu sig.
Í færslu lögreglunnar segir að sjórinn sé brúnlitaður á því svæði sem skriðan féll og lögregla vill ítreka lokun svæðisins. Ljóst er að um nokkur tonn jarðvegs hefur fallið í fjöruna sem er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.