Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Hinar árlegu Spánarhjólreiðar hafa farið fram við daglega truflun vegna mótmæla við þátttöku ísraelsks liðs. Keppendur hafa hótað því að hætta vegna þess að keppnir hafa ítrekað verið styttar og stundum hefur sigurvegari ekki verið úrskurðaður vegna öryggisráðstafana. Íþróttamálaráðherra Spánar styður bann við þátttöku liða frá Ísrael. 11.9.2025 14:00
Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Brotist var inn í Kaplakrika, íþróttahús FH í Hafnarfirði. Rúða var brotin til að komast inn á skrifstofu knattspyrnudeildar og peningaskápur spenntur upp, sem geymdi þó lítil verðmæti að sögn félagsins. 11.9.2025 12:54
Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Chelsea stendur nú frammi fyrir 74 ákærum frá enska knattspyrnusambandinu, fyrir brot á fjármálareglum í eigendatíð Romans Abramovich. 11.9.2025 11:01
Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Annað af tveimur fórnarlömbum Raúl Asencio, leikmanns Real Madrid sem er ákærður fyrir kynferðisbrot, hefur fyrirgefið honum eftir að hann gekkst við brotinu og dregið ákæruna til baka. 11.9.2025 10:30
Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur West Ham lét hinn fertuga Lukasz Fabianski fara í sumar þegar samningur hans rann út eftir sjö ár hjá félaginu, en hefur nú í neyð kallað á krafta markmannsins aftur. 11.9.2025 08:59
Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Adrien Rabiot er óvinsæll í heimalandinu Frakklandi en er nú mættur til Ítalíu þar sem hann verður kynntur sem nýr leikmaður AC Milan. 11.9.2025 08:31
Yankees heiðruðu Charlie Kirk New York Yankees héldu og heiðruðu mínútuþögn fyrir leik liðsins í nótt, til minningar um íhaldssama áhrifavaldinn Charlie Kirk sem var skotinn til bana í Bandaríkjunum í gær. 11.9.2025 07:58
Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Æðsti yfirmaður NBA deildarinnar, Adam Silver, segir ólíklegt að næg sönnunargögn finnist til að refsa Kawhi Leonard, Los Angeles Clippers eða eiganda þess Steve Ballmer, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé aðeins nýhafin. 11.9.2025 07:31
Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Franco Mastantuono er nafnið á allra vörum í Argentínu. Ungstirnið efnilega sem Real Madrid keypti í sumar spilaði landsleik í gærkvöldi, fékk treyju númer 10 lánaða frá Lionel Messi og sló í leiðinni met Diego Maradona. 10.9.2025 23:30
„Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Eftir að hafa tapað nokkuð óvænt gegn Bólivíu í gærkvöldi tók forseti brasilíska knattspyrnusambandsins til máls og kenndi nánast öllum öðrum en leikmönnum liðsins um. 10.9.2025 15:15