Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Patrick sleit hásin og verður frá út tíma­bilið

Valsmaðurinn og markahrókurinn mikli Patrick Pedersen sleit hásin í bikarúrslitaleiknum gegn Vestra og verður frá út tímabilið hið minnsta. Slík meiðsli krefjast vanalega margra mánaða endurhæfingar.

„Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“

„Þetta er óraunveruleg upplifun. Ég neitaði að trúa þessu fyrr en dómarinn flautaði leikinn af“ sagði bikarmeistarinn Guy Smit, sem var að vinna sinn fyrsta titil hér á landi líkt og flestallir leikmenn Vestra. Hann segir það frekar sturlað að lið frá Ísafirði sé bikarmeistari.

Upp­gjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikar­meistari í fyrsta sinn

Vestri er bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 1-0 sigur gegn Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Jeppe Pedersen skoraði eina mark leiksins með stórkostlegu langskoti, Valsmenn voru síðan með völdin á vellinum en urðu fyrir áfalli þegar eldri Pedersen bróðirinn Patrick var borinn meiddur af velli.

Rodri og Foden klárir í slaginn

Pep Guardiola þjálfari Manchester City staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Rodri og Phil Foden væru klárir í slaginn gegn Tottenham á morgun en þeir misstu báðir af fyrsta leik tímabilsins um síðustu helgi.

„Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“

„Minn fyrsti bikarúrslitaleikur hérna heima, þannig að menn eru spenntir“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals fyrir úrslitaleikinn gegn Vestra sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Hann stefnir á að lyfta báðum titlunum sem eru í boði í íslenska boltanum og vonar að skellurinn gegn ÍBV í síðasta leik lyfti liðinu upp á tærnar.

„Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“

„Ég elska þetta, djöfull er gaman að vinna loksins aftur, búið að vera langt síðan“ sagði Valgeir Valgeirsson eftir 2-1 sigur Breiðabliks gegn Virtus frá San Marínó í umspili Sambandsdeildarinnar. Valgeir var allt í öllu, skoraði jöfnunarmarkið og fiskaði vítaspyrnuna sem vann leikinn.

Upp­gjörið: Breiða­blik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir

Breiðablik vann 2-1 gegn Virtus frá San Marínó í fyrri umspilsleik liðanna. Blikar voru mun betri aðilinn og hefðu hæglega getað unnið stærri sigur, en gáfu klaufalega vítaspyrnu og nýttu sín færi illa. Einvígið ráðast eftir viku í San Marínó en sæti í Sambandsdeildinni og um hálfur milljarður króna er undir.

Sjá meira