Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Eftir að hafa misst Eberechi Eze til erkifjandanna í Arsenal hefur Tottenham beint sjónum sínum að Morgan Rogers, besta unga leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar, sem spilar fyrir Aston Villa. Hann myndi þó kosta meira en Eze og aðrir möguleikar eru í stöðunni. 21.8.2025 16:32
„Við erum ekki undir neinni pressu“ Virtus frá San Marínó er mætt hingað til lands fyrir umspilseinvígi gegn Breiðabliki upp á sæti í Sambandsdeildinni en framkvæmdastjóri félagsins segir enga pressu á leikmönnum að komast áfram, liðið hefur nú þegar náð sögulegum árangri. 21.8.2025 15:01
„Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason hafa fylgst að nánast allan handboltaferilinn og eru nú báðir búnir að leggja skóna á hilluna. Þeir hafa ekki enn fengið nóg af hvorum öðrum og eru jafnvel meira saman eftir að hafa hætt í handbolta, en hvorugur er góður í golfi. 21.8.2025 10:31
Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Hætta þurfti leik í Suður-Ameríkubikarnum í nótt vegna óláta hjá áhorfendum. Slagsmál brutust út og heimatilbúnum sprengjum var kastað í stúkunni, milli stuðningsmanna frá Argentínu og Síle. Um níutíu voru handteknir og tíu fóru slasaðir á spítala. 21.8.2025 09:46
Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Haukur Helgi Pálsson er meiddur og hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í körfubolta. Almar Orri Atlason kemur inn í hans stað. 20.8.2025 14:51
Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Nú þegar rétt rúm vika er í að Ísland hefji leik á EM í körfubolta eru nánast allar landsliðstreyjur orðnar uppseldar á heimasíðu Errea á Íslandi. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir eftirspurnina í ár hafa verið mun meiri en áður þegar Ísland hefur farið á EM. 20.8.2025 13:47
„Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20.8.2025 11:01
„Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Newcastle brást við í gærkvöldi eftir að Alexander Isak sagði félagið hafa svikið loforð. Í yfirlýsingu Newcastle segir að Isak sé samningsbundinn og engin loforð hafi verið gefin um að hann mætti fara frá félaginu í sumar, en þar er einnig gefið í skyn að Isak geti farið að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. 20.8.2025 09:45
KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Í dag líkt og aðra þriðjudaga kemur aga- og úrskurðanefnd KSÍ saman á fundi, þar sem leikmenn eru dæmdir í leikbann. Þetta ósjálfvirka fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt mikið og sagt í engum takti við nútímann. Lögfræðingur KSÍ segir engan í Laugardalnum á móti því að gera bönnin sjálfvirk og að með haustinu komi nýtt tölvukerfi sem gæti haldið utan um það. Stjórnin sé hins vegar ekki að vinna að breytingum, það þyrfti að vera gert með reglugerðarbreytingu á ársþingi KSÍ. 19.8.2025 15:30
Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Eftir að hafa misst af fyrstu þremur vikunum í undirbúningi gríska landsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta er Giannis Antetokounmpo loksins mættur á æfingar. Gríska körfuknattleikssambandið neitar að útskýra hvers vegna hann hefur ekki tekið þátt hingað til. 19.8.2025 13:30