

Íþróttafréttamaður
Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.
Þriðji og síðasti leikdagur Íslands á EM í fótbolta í Sviss er í dag. Alla hungrar í sigur en það var einnig ýmislegt annað að ræða í næstsíðasta þættinum af EM í dag.
Christian Nørgaard hefur skrifað undir tveggja ára samning við Arsenal, hann kemur til félagsins frá Brentford fyrir um tíu milljónir punda og er annar miðjumaðurinn sem Arsenal kaupir í vikunni.
Yfir tvö þúsund keppendur í meira en tvö hundruð liðum sýndu snilli sína á N1 fótboltamótinu á Akureyri um síðustu helgi. Stiklu fyrir þátt um mótið má finna hér fyrir neðan.
Körfuboltamaðurinn Kristinn Pálsson hefur yfirgefið herbúðir Vals og samið við Jesi, sem spilar í þriðju efstu deild á Ítalíu. Hann segir hlutina hafa gerst hratt en Kristinn stökk á tilboð sem honum leist vel á og er spenntur fyrir því að leiða liðið vonandi upp um deild.
Carlo Ancelotti, landsliðsþjálfari Brasilíu og fyrrum þjálfari Real Madrid, var fyrr í dag dæmdur í eins árs fangelsi af spænskum dómstólum fyrir skattsvik, en mun ekki þurfa að sitja inni.
Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson stóðu keikir eftir blaðamannafund íslenska landsliðsins í morgun og ræddu ummæli þjálfarans Þorsteins Halldórssonar, sem kallaði Sindra nautheimskan á fundinum.
Þorsteini Halldórssyni finnst skrítið að framtíð hans sem landsliðsþjálfari Íslands sé rædd á meðan Evrópumótið í Sviss stendur enn yfir og kallar það nautheimsku að spyrja leikmann liðsins út í stöðu hans í starfi.
Mikið stuð og stórgóð stemning er á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins fyrir leik kvöldsins gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta. Aron Guðmundsson og Sindri Sverrisson gengu á íslenska aðdáendur og tóku stöðuna.
Nýjasti þátturinn af EM í dag var tekinn upp við Wankdorf leikvanginn í Bern, þar sem Ísland mætir heimaþjóðinni Sviss á Evrópumótinu í fótbolta í kvöld. Stelpurnar okkar verða að sækja til sigurs.
Íslandsmótið í þríþraut fór fram við Laugarvatn í morgun og var hið fjölmennasta frá upphafi. Sigurður Örn Ragnarsson varð Íslandsmeistari sjöunda árið í röð og Brynja Dögg Sigurpálsdóttir tryggði Íslandsmeistaratitil á lokakaflanum.