Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Forest heldur á­fram að versla

Eftir að hafa tekið því frekar rólega framan af félagaskiptaglugganum hefur Nottingham Forest gefið vel í síðustu daga og samið við þrjá nýja leikmenn. Tveir yngri landsliðsmenn Englands skrifuðu undir um helgina og Arnaud Kalimuendo, yngri landsliðsmaður Frakklands, skrifaði undir samning við félagið í dag.

Manchester heim­sækir Síkið og Tinda­stóll fer til fjögurra landa

Tindastóll skráði sig til leiks í Norður-Evrópudeildinni í körfubolta í vetur og mun spila að minnsta kosti átta auka leiki ofan á álagið í deildar- og bikarkeppninni heima fyrir. Nú er ljóst hvaða liðum Stólarnir mæta, hvert þeir ferðast og hvaða lið heimsækja Síkið.

„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“

„Við erum sjálfum okkur verstir á köflum, maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar. Algjör óþarfi að hleypa leiknum upp í þetta, en fyrirfram hefði ég alveg tekið því að skora fimm á móti Íslandsmeisturunum“ sagði Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, eftir ótrúlegan 4-5 sigur á Kópavogsvelli. Hann segir FH vera að nálgast stöðugleikann sem liðið hefur skort.

Upp­gjörið: Breiða­blik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum

Breiðablik tók á móti FH í einhverjum furðulegasta leik sumarsins. Níu mörk voru skoruð í heildina, FH betri en Breiðablik komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, lenti svo þremur mörkum undir í seinni hálfleik en var næstum því búið að jafna undir lokin. Lokatölur urðu 4-5 fyrir FH og þeirra helsta hetja var Bragi Karl Bjarkason, sem átti eina bestu innkomu sumarsins.

Dag­skráin: Enski boltinn rúllar í DocZone

Enski boltinn byrjaði að rúlla í gær og verður ekki stöðvaður úr þessu. Fimm leikir fara fram í dag og DocZone-ið mun fylgjast með öllu sem um er að vera. Ásamt því má finna fleiri leiki og viðburði á íþróttarásum Sýnar.

„Eigin­lega al­veg viss“ um að Rashford megi spila á morgun

Eftir langa viku er Joan Laporta, forseti Barcelona, lentur á Mallorca fyrir fyrsta leik liðsins í spænsku úrvalsdeildinni. Hann hefur staðið í ströngu við að ganga frá skráningu leikmanna en er „eiginlega alveg viss“ um að nú sé allt að smella og Marcus Rashford verði með á morgun.

„Ég hélt að við værum komin lengra“

Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, varð fyrir kynþáttaníði af hálfu áhorfanda á Anfield í opnunarleik liðsins gegn Liverpool. Borin voru kennsl á sökudólginn strax og hann var fjarlægður úr stúkunni af lögreglu.

Sjá meira