„Ég hélt að við værum komin lengra“ Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, varð fyrir kynþáttaníði af hálfu áhorfanda á Anfield í opnunarleik liðsins gegn Liverpool. Borin voru kennsl á sökudólginn strax og hann var fjarlægður úr stúkunni af lögreglu. 15.8.2025 22:34
„Betra er seint en aldrei“ Federico Chiesa skoraði gríðarmikilvægt þriðja mark Liverpool í 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Betra seint en aldrei sagði hann og tileinkaði Diogo Jota sigurinn. 15.8.2025 22:13
Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Villareal vann 2-0 gegn nýliðum Oviedo í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Santi Cazorla sneri þar aftur á sinn gamla heimavöll, líklega í síðasta skipti sem leikmaður. Thomas Partey spilaði sinn fyrsta leik fyrir Villareal. 15.8.2025 21:47
Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Ísland tapaði naumlega, 83-79 gegn Portúgal í æfingaleik fyrir Evrópumótið í körfubolta. 15.8.2025 21:27
Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool fóru með 4-2 sigur gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool komst tveimur mörkum yfir, Bournemouth jafnaði en Liverpool setti svo tvö mörk til viðbótar á lokamínútum leiksins. 15.8.2025 21:00
Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Opnunarleikur Liverpool og Bournemouth var stöðvaður stuttlega, eftir um hálftíma leik, þegar Antoine Semenyo benti dómaranum á að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníði af hálfu áhorfanda. 15.8.2025 20:37
Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Kristall Máni Ingason breytti leiknum með sinni innkomu og skoraði mark fyrir Sönderjyske, sem þurfti svo að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Fredericia eftir að hafa fengið á sig mark á lokamínútunum í fimmtu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. 15.8.2025 20:04
Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Aston Villa hefur verið sektað og sett í boltabann vegna ítrekaðra brota á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um fjölda bolta og boltasækja á leikjum liðsins. 15.8.2025 19:30
ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar ÍBV hefur sent frá sér stuttorða yfirlýsingu þar sem félagið harmar að samningsviðræður við Kára Kristján Kristjánsson hafi ekki gengið sem skyldi. 15.8.2025 18:51
Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Íslenska U19 ára landsliðið í handbolta vann eins marks sigur 37-36 gegn Ungverjalandi og mun spila upp á fimmta sætið á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Egyptalandi. 15.8.2025 18:07