Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég hélt að við værum komin lengra“

Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, varð fyrir kynþáttaníði af hálfu áhorfanda á Anfield í opnunarleik liðsins gegn Liverpool. Borin voru kennsl á sökudólginn strax og hann var fjarlægður úr stúkunni af lögreglu.

„Betra er seint en aldrei“

Federico Chiesa skoraði gríðarmikilvægt þriðja mark Liverpool í 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Betra seint en aldrei sagði hann og tileinkaði Diogo Jota sigurinn.

Villareal vann í endur­komu Cazorla og frum­raun Partey

Villareal vann 2-0 gegn nýliðum Oviedo í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Santi Cazorla sneri þar aftur á sinn gamla heimavöll, líklega í síðasta skipti sem leikmaður. Thomas Partey spilaði sinn fyrsta leik fyrir Villareal.

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik

Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool fóru með 4-2 sigur gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool komst tveimur mörkum yfir, Bournemouth jafnaði en Liverpool setti svo tvö mörk til viðbótar á lokamínútum leiksins.

Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin

Kristall Máni Ingason breytti leiknum með sinni innkomu og skoraði mark fyrir Sönderjyske, sem þurfti svo að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Fredericia eftir að hafa fengið á sig mark á lokamínútunum í fimmtu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar.

Sjá meira