Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Stelpurnar okkar hefja leik á EM í fótbolta klukkan 16:00 í dag er liðið mætir Finnlandi. Hitað verður vel upp fyrir leik dagsins og mótið allt í sérstöku EM-Pallborði sem verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14:00. 2.7.2025 10:03
Karólína Lea orðin leikmaður Inter Ítalska félagið Inter hefur fest kaup á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, landsliðskonu Íslands sem spilar fyrsta leik gegn Finnlandi á Evrópumótinu í Sviss síðar í dag. Karólína skrifar undir samning til ársins 2028. 2.7.2025 08:16
Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Hundruð manna biðu Loga Tómassonar þegar hann lenti á flugvellinum í Samsun í Tyrklandi í fyrsta sinn, seint í gærkvöldi. 2.7.2025 07:47
Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Borussia Dortmund komst áfram í átta liða úrslit heimsmeistaramóts félagsliða með 2-1 sigri gegn Monterrey í nótt. Þar mun liðið mæta Real Madrid en Jobe Bellingham verður í leikbanni eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald á mótinu. 2.7.2025 07:27
„Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ KA er í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega að rífa sig í gang nú þegar seinni hluti tímabilsins er hafinn. Akureyringarnir töpuðu illa fyrir Val í síðustu umferð og fótboltasérfræðingurinn Albert Brynjar Ingason segir frammistöðuna eina þá verstu sem hann hefur séð síðustu ár. 1.7.2025 16:45
Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Íslands á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Upptöku af fundinum má nú sjá á Vísi. 1.7.2025 15:15
„Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ „Þetta er búið að vera ágætis ferðalag, þrettán ár úti og Ísland var farið að kalla mann heim“ segir Jón Daði Böðvarsson, nýjasti leikmaður Selfoss í Lengjudeild karla. Hann skrifaði undir samning við félagið áðan og batt þar með enda á atvinnumannaferilinn erlendis. 1.7.2025 14:03
Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Gunnlaugur Árni Sveinsson, besti áhugakylfingur Íslands, fór fyrri hringinn tveimur höggum undir pari og er jafn í tólfta sætinu á lokaúrtökumóti Opna breska meistaramótsins í golfi. Spánverjinn David Puig spilaði fyrri hringinn í holli með Gunnlaugi og er efstur, átta höggum undir pari. 1.7.2025 13:31
Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Jón Daði Böðvarsson er fluttur heim og hefur samið við Selfoss um að leika með liðinu í Lengjudeild karla. 1.7.2025 13:06
Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Tenniskonan Yulia Putintseva hafði áhyggjur af eigin öryggi og óskaði eftir því að áhorfandi yrði fjarlægður þegar hún spilaði á Wimbledon mótinu í gærkvöldi. Hún kallaði áhorfandann klikkaðan og óttaðist að hann væri vopnaður. 1.7.2025 12:31