Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð

Liverpool hefur fest kaup á hinum átján ára gamla ítalska miðverði Giovanni Leoni frá Parma. Hann kemur til félagsins fyrir um 26 milljónir punda, auk mögulegra bónusgreiðslna.

„Gefa á­horf­endum inn­sýn í það sem sér­fræðingarnir gera“

Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést.

„Galið og fá­rán­legt“

Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, er brjálaður yfir því að Brookelynn Paige Entz hafi ekki fengið heimild til að spila leik liðsins gegn Þrótti fyrr í kvöld. Hann segir bæði félög búin að ganga frá pappírum, en „einhver ríkisstofnun“ hafi komið í veg fyrir að hún mætti spila.

Kefla­vík fær banda­rískan fram­herja

Keflavík hefur samið við bandarískan framherja að nafni Dejah Terrell, hún kemur til liðsins úr tyrkneska boltanum og mun leika með liðinu í Bónus deild kvenna á næsta tímabili. 

ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni

ÍBV tryggði sér sæti í Bestu deild kvenna á næsta ári með 2-0 sigri á útivelli gegn Keflavík í fimmtándu umferð Lengjudeildarinnar. Þrátt fyrir að eiga þrjá leiki eftir getur ÍBV ekki endað neðar en í öðru sætinu.

Breiða­blik fer til San Marínó

Breiðablik er á leiðinni til San Marínó og mætir Virtus í umspili upp á sæti í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli næsta fimmtudag og sá síðari á heimavelli Virtus þarnæsta fimmtudag.

Læri­sveinar Freys á leið í umspil

Þrátt fyrir 1-0 tap eru lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann eru á leið í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni eftir 2-1 samanlagðan sigur í einvígi gegn BK Hacken.

Sjá meira