Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Elías Rafn Ólafsson hélt marki Midtjylland hreinu í 2-0 sigri gegn Fredrikstad. Midtjylland vann einvígið samanlagt 5-1 og er á leið í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni, með sæti í Sambandsdeildinni nú þegar tryggt. 14.8.2025 18:43
Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Umræða um hártog í kvennafótbolta hefur skotið upp höfði hér á landi en starfsmaður hjá dómaranefnd KSÍ segir hártog harðbannað og alltaf verðskulda rautt spjald, sama hvort það hafi verið óvart eða ekki. Leikmenn megi spila með slegið hár og séu ekki skyldugir til að setja hárið í teygju, það sé á ábyrgð hins aðilans að toga ekki í hárið. 13.8.2025 17:22
Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Brøndby verður að sækja til sigurs gegn Víkingi á morgun og nú hefur fyrirliði liðsins blásið í sóknarlúðrana. Hann segir Brøndby ætla að sækja og sækja svo meira, án þess að líta aftur um öxl. 13.8.2025 15:46
Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma er á förum frá PSG og mögulega á leið til Manchester City. Hann yrði fyrsti leikmaðurinn til að skipta milli félaganna síðan þau gengu undir eignarhald tveggja óvinveittra ríkja við Persaflóann. 13.8.2025 13:16
„Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Dagbjartur Sigurbrandsson vann langþráðan Íslandsmeistaratitil um síðustu helgi, litla systir hans er ekki lengur með montréttinn á heimilinu og hann fer vongóður inn í úrtökumót haustsins. 13.8.2025 11:30
Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Ibrahim Turay og Alpha Conteh, leikmenn frá Síerra Leóne, eru gengnir til liðs við Stjörnuna. Þeir eiga báðir landsleiki fyrir Síerra Leóne, líkt og Steven Caulker, spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. 13.8.2025 11:29
Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Heimir Guðjónsson og Dean Martin fá báðir eins leiks bann fyrir að stinga saman nefjum í leik FH og ÍA í gærkvöldi. Afturelding mun síðan missa þrjá lykilleikmenn út í næsta leik, vegna þess að aganefndin kemur aðeins saman á þriðjudögum. 12.8.2025 17:00
Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Jack Grealish, dýrasti leikmaður sem Manchester City hefur nokkurn tímann keypt, hefur verið lánaður til Everton. Lánssamningnum fylgir kaupmöguleiki sem hljóðar á um fimmtíu milljónum punda. 12.8.2025 15:50
Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Ronnie Stam, fyrrum fótboltamaður sem varð hollenskur meistari með Twente og spilaði með Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl. Hann er sagður hafa verið mjög umsvifamikill í hollensku undirheimunum eftir að fótboltaferlinum lauk. 12.8.2025 14:32
Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Craig Pedersen hefur skorið íslenska landsliðshópinn fyrir EuroBasket niður um einn leikmann. Jaka Brodnik fer ekki með í æfingaferðina til Portúgal. Þrettán leikmenn eru nú eftir en aðeins tólf þeirra munu fara á EuroBasket. 12.8.2025 14:01