Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar

Elías Rafn Ólafsson hélt marki Midtjylland hreinu í 2-0 sigri gegn Fredrikstad. Midtjylland vann einvígið samanlagt 5-1 og er á leið í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni, með sæti í Sambandsdeildinni nú þegar tryggt.

Hártog er harð­bannað og ekki skylda að vera með tagl

Umræða um hártog í kvennafótbolta hefur skotið upp höfði hér á landi en starfsmaður hjá dómaranefnd KSÍ segir hártog harðbannað og alltaf verðskulda rautt spjald, sama hvort það hafi verið óvart eða ekki. Leikmenn megi spila með slegið hár og séu ekki skyldugir til að setja hárið í teygju, það sé á ábyrgð hins aðilans að toga ekki í hárið.

Donnarumma sagður á leið til City í sögu­legum skiptum

Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma er á förum frá PSG og mögulega á leið til Manchester City. Hann yrði fyrsti leikmaðurinn til að skipta milli félaganna síðan þau gengu undir eignarhald tveggja óvinveittra ríkja við Persaflóann.

Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker

Ibrahim Turay og Alpha Conteh, leikmenn frá Síerra Leóne, eru gengnir til liðs við Stjörnuna. Þeir eiga báðir landsleiki fyrir Síerra Leóne, líkt og Steven Caulker, spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.

Úr enska boltanum í eitur­lyfja­smygl og sjö ára fangelsi

Ronnie Stam, fyrrum fótboltamaður sem varð hollenskur meistari með Twente og spilaði með Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl. Hann er sagður hafa verið mjög umsvifamikill í hollensku undirheimunum eftir að fótboltaferlinum lauk.

Sjá meira