Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. 25.7.2024 10:35
Fjöldi mótmælir við sögulegt ávarp Netanjahú Forsætisráðherra Ísraels Benjamín Netanjahú ætlar að ávarpa báðar deildir Bandaríkjaþings í dag í þeirri von að tryggja áfram stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Ísraela á Gasasvæðinu. Hann er fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn til að ávarpa þingið fjórum sinnum. Mikill fjöldi mótmælenda safnast saman við þinghúsið í Washington DC. 24.7.2024 16:42
Þrettán vilja stýra ráðuneyti Svandísar Þrettán umsækjendur eru um embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins sem auglýst var um miðjan júní sl. en umsóknarfrestur rann út 19. júlí. 24.7.2024 15:21
Guðrún Jóhanna nýr skólastjóri Söngskólans Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona, stofnandi og stjórnandi Sönghátíðarinnar í Hafnarborg, hefur verið ráðin nýr skólastjóri Söngskólans í Reykjavík frá og með mánaðamótum. 24.7.2024 11:12
Átján fórust í flugslysi í Nepal Átján fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Kathmandu höfuðborg Nepal í morgun. Flugmaðurinn er sá eini sem komst lífs af en hugað er að honum á sjúkrahúsi. 24.7.2024 10:33
Eyþór fyllir í skarð Rósu hjá Heimum Björn Eyþór Benediktsson, forstöðumaður upplýsinga og greininga hjá Heimum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála Heima frá og með 1. september næstkomandi. Fasteignafélagið breytti um nafn í maí en það hét áður Reginn. 24.7.2024 10:07
Bjóða upp á persónuleg hlaupanúmer í Reykjavíkurmaraþoninu Hlauparar og aðstandendur geta í fyrsta sinn búið til persónuleg hlaupanúmer fyrir komandi Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer þann 24. ágúst næstkomandi. 23.7.2024 16:18
Horfurnar versna hjá Play sem kippir afkomuspá úr gildi Flugfélagið Play hefur fellt úr gildi afkomuspá sína fyrir yfirstandandi ár. Félagið fetar í fótspor Icelandair sem gerði slíkt hið sama í maí. Play birtir uppgjör fyrir annan ársfjórðung á fimmtudaginn. 23.7.2024 10:25
Ódýrara að velja erlenda gjaldmiðilinn í posum erlendis Stundum hefur verið sagt að íslenskt samfélag liggi svo til niðri í júlí þegar þorri landsmanna fer í sumarfrí, leggur land undir fót eða ferðast til útlanda í heitara loftslag. 22.7.2024 21:01
Streitulaus heimferð Egils frá Grikklandi breyttist í martröð Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft er enn að draga dilk á eftir sér. Fjölmiðlamaður var sólarhring lengur heim frá Grikklandi til Íslands en lagt var upp með. 22.7.2024 16:00