
Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps
Aðalsteinn Unnarsson, 27 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps sem áttu sér stað með tæplega fjögurra ára millibili. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Aðalsteinn bar í öðru málinu fyrir sig neyðarvörn og í hinu að hafa verið í geðrofi vegna fíkniefnaneyslu.