Átti líka morgunspjall við ríkislögreglustjóra vegna Yazans Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var annar tveggja fyrrverandi dómsmálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins sem höfðu samband við ríkislögreglustjóra morguninn sem embættið stóð í brottvísun tólf ára drengs frá Palestínu, Yazan Tamimi. Auk þess hafði Jón Gunnarsson samband auk félags- og vinnumarkaðsráðherra. 18.10.2024 13:36
Ný könnun: Ómarktækur munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum Fylgi Samfylkingar, Pírata og Flokks fólksins minnkar milli mánaða á meðan Viðreisn bætir við sig töluverðu fylgi. Ómarktækur munur er á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hanga inni á þingi. 18.10.2024 11:56
Biluð rúta stoppaði umferð í göngunum Löng bílaröð myndaðist við Hvalfjarðargöngin á tíunda tímanum í morgun vegna bilaðrar rútu inni í göngunum. Opnað var fyrir umferð upp úr klukkan hálf ellefu. 18.10.2024 10:50
Líneik Anna lætur af þingmennsku Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi Alþingiskosningum. 17.10.2024 15:37
Örn í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps Örn Geirdal Steinólfsson, 48 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir manndrápstilraun í vesturbæ Reykjavíkur í janúar síðastliðnum. Þá þarf hann að greiða karlmanni sem hlaut hættulega áverka 2,2 milljónir króna í miskabætur. 17.10.2024 14:08
Alma Möller skellir sér í pólitíkina Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu. 17.10.2024 13:13
Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17.10.2024 00:13
Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16.10.2024 16:57
Herdís hefði frekar viljað halda vöxtum óbreyttum Allir nefndarmenn peningastefnunefndar Seðlabankans vildu lækka stýrivexti um 0,25 prósentur eins og var gert fyrir tveimur vikum. Herdís Steingrímsdóttir hefði þó fremur kosið að halda vöxtum óbreyttum. 16.10.2024 16:41
Sigurður Ingi fær innviðaráðuneytið og Bjarni hin tvö Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. 16.10.2024 15:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent