Samið um 800 íbúðir á Ásbrú Alls verða byggðar 800 íbúðir á Ásbrú auk uppbyggingar samfélagslegra innviða, almenningsrýmis og nýrra bygginga undir þjónustu fyrir íbúa. Samningur þess efnis milli Kadeco, Reykjanesbæjar og ríkisins um uppbyggingu á Ásbrú var undirritaður í dag. 16.10.2024 14:46
Þingflokkarnir funda hver í sínu horni Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. 16.10.2024 13:36
Bein útsending: Verður Grindavík opnuð fyrir öllum? Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ boðar til upplýsingafundar í Tollhúsinu við Tryggvagötu klukkan 13:30. Þar verður farið yfir breytt fyrirkomulag varðandi aðgengi að Grindavík. Beint streymi verður frá fundinum á Vísi. 16.10.2024 13:11
Andrés og Sunna áfram og borgarfulltrúi undir feldi Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur. 16.10.2024 11:11
Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16.10.2024 09:40
Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. 16.10.2024 09:02
„Falsfréttin“ og „þvælan“ sem raungerðist hratt Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna og innviðaráðherra til dagsins í dag sögðu það falsfrétt og algjöra þvælu að Svandís væri byrjuð að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu upp úr hádegi í dag. Ekkert slíkt lægi fyrir. Síðar um daginn var búið að tæma skrifstofuna. 15.10.2024 21:42
Átök Áslaugar og Guðlaugs Þórs ekki endurtekin Allar líkur eru á því að stillt verði upp á listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir komandi Alþingiskosningar sem flest bendir til að verði í lok nóvember. Mikill hiti var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þremur árum þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson börðust af miklum krafti um oddvitasæti flokksins. 15.10.2024 15:55
Kennarar gengu út og mótmæla orðum borgarstjóra Fjölmargir kennarar í Reykjavík komu saman til mótmæla við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 14 til að láta í ljós óánægju sína vegna ummæla Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. 15.10.2024 14:44
Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku og má sömuleiðis ekki skella sér út á lífið yfir fjögurra mánaða tímabil. 14.10.2024 17:01
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent