Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ragn­heiður Theo­dórs ein af fimm til PLAIO

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur ráðið til sín fimm starfsmenn, þvert á allar deildir fyrirtækisins. Markmiðið með ráðningunum er að styðja betur við innleiðingu nýrra viðskiptavina PLAIO, en þeim hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum.

Bein út­sending: Assange lætur í sér heyra

Julian Assange ávarpar laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsins klukkan hálf sjö að íslenskum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur opinberlega fram síðan hann var fangelsaður fyrir fimm árum. 

1,5 milljarða gjald­þrot og Lands­bankinn fékk varla krónu

Gjaldþrot Blikastaða ehf. sem áður var byggingafélag sem bar heitið Gissur og Pálmi ehf. nam einum og hálfum milljarði króna. Svo til ekkert fékkst upp í kröfur í búið sem komu nær eingöngu frá viðskiptabanka félagsins, Landsbankanum.

Hámhorfa Netflix og hanga í síma en gleyma börnunum

Móðir þriggja barna átta ára og yngri segir foreldra verða að fræða sig um uppeldi barna og skólastarf. Hafi þeir tíma til að hámhorfa hverja Netflix-seríuna á fætur annarri þá sé sannarlega tími til að sinna börnunum. Skólastjóri minnir á að hegðunarvandamál barna sé á ábyrgð foreldra þó dæmi séu um að reynt sé að koma þeim á þungar herðar kennara.

Auður mjög tíma­bundið settur for­stjóri

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur sett Auði H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóra loftslagsmála og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, tímabundið til áramóta í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar.

Salzburg úr sögunni hjá Play

Play hefur ákveðið að hætta vikulegum flugferðum til Salzburg í Austurríki eins og boðið hefur verið upp á undanfarna þrjá vetur. Eftirspurnin reyndist ekki næg.

Sam­herji hvetur Odd Ey­stein til frekari verka

Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna.

Sjá meira