Þyrlan í loftið vegna slasaðs vélsleðamanns Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar á öðrum tímanum í dag vegna slasaðs vélsleðamanns í Flateyjardal í Þingeyjarsveit. 24.4.2024 15:20
Alvarlegt umferðarslys í Eyjafirði Umferð um Eyjafjarðarbraut eystri hefur verið lokað á milli Syðri Tjarna og Ytri Tjarna vegna umferðarslyss. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Tveir voru í bílnum. 24.4.2024 15:04
Vöknuðu fyrir allar aldir til að gera aðra atlögu Japanski skíðastökkvarinn Ryoyu Kobayashi gerði í morgun aðra atlögu að því að stökkva yfir 300 metra í Hlíðarfjalli í dag. Mikil leynd hvílir yfir viðburðinum sem er hluti af markaðssetningu Red Bull drykkjarins. 24.4.2024 11:05
Freista þess að halda veitingamanninum bak við lás og slá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að fara fram á það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að Davíð Viðarsson, áður Quang Le, sæti áfram gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið í varðhaldi í sjö vikur ásamt barnsmóður sinni og bróður. 23.4.2024 12:24
Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. 23.4.2024 10:20
Allt klárt fyrir tilraun við heimsmet í Hlíðarfjalli Heimssögulegur viðburður er í uppsiglingu í rjómablíðu í Hlíðarfjalli á Akureyri nú í morgunsárið. Þar ætlar japanskur skíðastökkvari að slá heimsmetið í skíðastökki. Fylgst er með gangi mála í vaktinni. 23.4.2024 08:51
Íbúar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarðhæðinni Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins. 22.4.2024 15:57
Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. 22.4.2024 14:26
Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. 22.4.2024 14:19
Grátbiðja borgarstjórana um að bjarga „einstæðu listaverki Guðjóns“ Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði. 22.4.2024 10:24