Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Jón Páll dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu árið 2008

Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað fyrir tólf árum eða árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og staðfestir niðurstöðuna skriflega við fréttastofu. 

Kjartan kveður eftir tuttugu ára starf

Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone, hefur ákveðið að láta af störfum frá og með næstkomandi áramótum. Að þeim tíma loknum mun Kjartan hverfa til annarra verkefna að því er segir í tilkynningu til Kauphallar. 

Þjóðverjarnir keyptu Hjörleifshöfða á 489 milljónir króna

Power Minerals Iceland, íslenskt félag í 100 prósent eigu þýska fyrirtækisins STEAG Beteilungsgesellschaft, greiddi 489 milljónir króna fyrir Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi. Vísir greindi frá sölunni í síðustu viku en fékk ekki upplýsingar frá kaupendum eða seljendum um hve miklir fjármunir skiptu um hendur. Systkinin Áslaug, Halla og Þórir Níels Kjartansbörn voru eigendur jarðarinnar.

Hersir Aron nýr aðstoðarmaður Bjarna

Hersir Aron Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kemur fram á vefsíðu Stjórnarráðsins.

Landsmenn hvattir til að velja sér jólavini

Landsmenn eru hvattir til að velja sér jólavini fyrir aðventuna, þ.e. hverja eigi að hitta yfir hátíðarar. Best er að plana heimboð með góðum fyrirvara. Þá eigi að takmarka fjölda fólks í eldhúsinu.

350 starfsmenn World Class halda vinnunni

Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag.

Telja ekki hagsmuni barna að eineltismál séu rekin í fjölmiðlum

Bæjarstjóri í Garðabæ segir að í undantekningartilfellum dugi ekki aðgerðaráætlanir í eineltismálum til að leysa mál sem komi upp. Mál sem varði samskiptavandamál geti verið sérstaklega erfið þegar börn eigi í hlut. Þá hafi börn ekki hag af því að slík mál séu rakin í fjölmiðlum.

Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi

Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 

Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis

Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna.

Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir

Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar.

Sjá meira