Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ólafur Helgi í leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu

Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, er kominn í leyfi frá störfum sínum í dómsmálaráðuneytinu. Ólafur Helgi hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssasksóknara að meintu broti á þagnarskyldu hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þing­hald verður opið í Bræðra­borgar­stígs­málinu

Þinghald verður opið í máli Marek Moszczynski, karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar. Svo segir í úrskurði Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Verjandi Mareks hafði farið fram á að þinghaldi yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu.

„Áfram Ísland“ en Lars veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér

Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, segir framtíð sína algjörlega óráðna. „Áfram Ísland“ segir sá sænski í svari við fyrirspurn Vísis. Lagerbäck var sagt upp störfum sem þjálfari norska karlalandsliðsins í knattspyrnu í morgun.

Öryrkjar fagna hugmyndum Brynjars um rannsókn

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist fagna hugmyndum Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, að rannsaka bótasvik í almannatryggingakerfinu og aðbúnað öryrkja almennt. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þuríður Harpa sendir fyrir hönd ÖBÍ.

Sigldu til hafnar eftir að skipverji fékk einkenni

Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400 sigldi í nótt úr Ísafjarðardjúpi og til hafnar í Hafnarfirði. Ástæðan eru einkenni skipverja sem fór í sýnatöku í morgun. Aðrir skipverjar bíða niðurstöðu og líður vel að sögn skipstjórans.

Vill rannsaka hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist finna mjög til með fólki sem eru allar bjargir bannaðar. Hins vegar þurfi þeir sem ekki eru í þeirri stöðu að bera sjálfir einhverja ábyrgð. Fjöldi öryrkja og fólks á atvinnuleysisbótum sé allt of mikill.

Séra Skírnir stefnir Agnesi og þjóðkirkjunni

Fyrrverandi héraðsprestur á Suðurlandi hefur stefnt biskupi Íslands og þjóðkirkjunni og fer fram á tæplega tíu milljónir króna í miska- og skaðabætur. Hann telur þau bera ábyrgð á skaða sem hann hafi hlotið vegna færslu í embætti árið 2015, í kjölfar kvörtunar hans vegna eineltis, og svo brottrekstri úr kirkjunni fyrr á árinu. 

Anna Aurora bakvörður ætlar í mál við íslenska ríkið og fleiri

Anna Aurora Waage Óskarsdóttir ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna handtöku hennar á Vestfjörðum í apríl þar sem hún var grunuð um að villa á sér heimildir sem bakvörður á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Þá ætlar hún að stefna fjölmiðlum og einstaklingum sömuleiðis. Lögmaður hennar segir mikla vinnu framundan að hreinsa mannorð skjólstæðings síns.

Bakvörðurinn á Bergi verður ekki ákærður

Kona sem var grunuð um að hafa villt á sér heimildir sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins verður ekki ákærð. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. 

Sjá meira