Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Jónína Benediktsdóttir er látin

Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur og frumkvöðull er látin 63 ára að aldri. Hún varð bráðkvödd að heimili sínu í Hveragerði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Jónína fæddist á Akureyri þann 26. mars 1957 en ólst upp á Húsavík. Hún lætur eftir sig þrjú börn og fjögur barnabörn.

Segir best að varast dellur og tískustrauma

Þórarinn Ævarsson segir pítsuna hafa verið mikinn áhrifavald í sínu lífi og að hún hafi verið órjúfanlegur hluti af starfsævi hans; fyrst hjá Dominos, síðan Ikea og nú hjá Spaðanum, pítsustað sem Þórarinn stofnaði árið 2019.

Gjaldþrot Bílanausts nam 855 milljónum króna

Skiptum á þrotabúi Bílanausts er lokið og námu samanlagðar kröfur í búið 855 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Um 260 milljónir króna fengust greiddar upp í veð- og haldsréttarkröfur sem námu rúmlega 500 milljónum króna.

Konur tíðari gestir í kjörklefanum

Rétt tæplega 67 prósent fólks á kjörskrá greiddi atkvæði í forsetakosningunum hér á landi í sumar. Rúmlega 252 þúsund manns voru á kjörskrá eða 69,2 prósent landsmanna. Af þeim greiddu 168.790 atkvæði eða 66,9 prósent að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Ellefu konur og tveir karlar leggja línurnar varðandi kynfræðslu barna

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu kynfræðslu í skólum. Ellefu konur og tveir karlar skipa hópinn en í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ráðuneytisins hafi ekki tekist að jafna kynjahallann.

Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða

Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu.

Frítt í Strætó frá áramótum fyrir ellefu ára og yngri

Frá og með 3. janúar 2021 munu börn ellefu ára og yngri fá frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Strætó. Árskort fyrir 6-11 ára kostar í dag 9.100 kr. Almennt fargjald í Strætó hækkar um áramótin um tíu krónur og verður gjaldið 490 krónur fyrir fullorðna.

Sjá meira