Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kampi á Ísafirði í greiðslustöðvun og starfsmanni sagt upp

Rækjuvinnslan Kampi á Ísafirði fékk í morgun greiðslustöðvun hjá Héraðsdómi Vestfjarða til að komast til botns í fjárhagsvanda fyrirtækisins. Fjármálastjóra fyrirtækisins var sagt upp störfum í desember. Stjórnarformaður Kampa segir stjórnina hafa fengið áfall þegar slæm fjárhagsstaða blasti við í lok árs.

Kaupfélag Skagfirðinga í hamborgarana

Kaupfélag Skagfirðinga er orðinn eigandi M-veitinga ehf. sem rekur hamborgarastaðina Metro í Skeifunni og Smáratorgi. Þetta er ljóst með niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem hafði kaupin til skoðunar.

Hundruð viðbótarskammta með tilkomu betri sprautna

Nýjar sprautur gera það að verkum að hægt verður að ná aukaskammti upp úr hverju bóluefnaglasi sem kemur til landsins. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir nýju sprauturnar tryggja að ekki einn einasti dropi fari til spillis.

Fluttur með þyrlu á Landspítalann eftir umferðarslys á Vesturlandsvegi

Bílstjóri vöruflutningabíls var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að bíllinn fór út af Vesturlandsvegi í Melasveit. Afar hvasst er á svæðinu og gengur á með miklum hviðum. Þjóðveginum var lokað í á aðra klukkustund vegna slyssins en nú er umferð hleypt í gegn í hollum.

Gáfu forseta Íslands Alþingishátíðarstell frá 1930

Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, og eiginkona hans Áslaug Þorgeirsdóttir, sem kenndi heimilisfræði við Hofstaðaskóla um árabil, færðu embætti forseta Íslands veglega gjöf á dögunum. Fjallað var um gjöfina á vef embættisins í gær.

Skíðaskáli Siglfirðinga færðist úr stað í snjóflóði

Snjóflóð féll á skíðasvæðinu á Siglufirði, sennilega í morgun. Egill Rögnvaldsson svæðisstjóri skíðasvæðisins segir í samtali við fréttastofu að erfitt sé að átta sig á umfangi flóðsins en mikill skafrenningur er á svæðinu og þurftu menn frá að hverfa.

„Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“

Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði.

Fær ekki skilnað frá eigin­manninum sem gufaði upp

Kona um miðjan fimmtugsaldur hefur séð sig knúna til að stefna karlmanni fæddum árið 1975 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa konunnar er sú að henni verði veittur lögskilnaður frá karlmanninum, eiginmanni hennar. Karlmaðurinn hefur hvorki skráð heimili á Íslandi né kennitölu.

Sjá meira