Breytingar á skrifstofu Akraneskaupstaðar Nýtt stjórnskipulag Akraneskaupstaðar var samþykkt á 1324. fundi bæjarstjórnar þann 15. desember og tók gildi þann 1. janúar. Markmið breytinganna er að auka og bæta innri og ytri þjónustu Akraneskaupstaðar, auka skilvirkni í rekstri sveitarfélagsins með upplýsingatækni, skýrari verkferlum, stjórnun og öflugu starfsumhverfi. 19.1.2021 14:08
Viðar til Össurar Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn til að stýra upplýsingatæknisviði og alþjóðlegri verkefnastofu Össurar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 19.1.2021 13:35
Safna fyrir fjölskyldu konunnar sem lést í Skötufirði Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fjölskyldu Kamilu Majewsku, pólskrar konu búsett á Flateyri, sem lést eftir umferðarslys í Skötufirði á laugardagsmorgun. Pólskir vinir konunnar standa að söfnuninni og segja hana til styrktar eiginmanni hennar og sonar sem sé í lífshættu. 19.1.2021 11:50
Lést eftir fall af reiðhjóli Karlmaður á sjötugsaldri lést á Landspítalanum gær, en maðurinn féll af reiðhjóli á göngustíg í Seljahverfinu í Breiðholti síðastliðin laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19.1.2021 11:46
„Nálgaðist tilveruna af áhuga og ástríðu allt til loka“ Fjölmargir minnast Svavars heitins Gestssonar, fyrrverandi ritstjóra, þingmanns, ráðherra og sendiherra, sem féll frá aðfaranótt 18. janúar. Forsætisráðherra rifjar upp sín fyrstu kynni af Svavari og fleiri hugsa hlýlega til hans á þessum tímamótum. 19.1.2021 10:49
Blær Ástríkur, áður Ásdís Jenna, er látinn Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur, sem áður hét Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi síðastliðinn laugardag, 16. janúar, 51 árs að aldri. Greint er frá andláti Blæs í Morgunblaðinu í dag. 19.1.2021 09:17
Svavar fór með áhorfendur á æskuslóðir sínar Svavar Gestsson lýsti hugmyndum sínum um Gullna söguhringinn í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2017. Svavar fór þar með Kristjáni Má Unnarssyni um helstu söguslóðir Dalasýslu og rakti hvernig hann sá fyrir sér að treysta mætti byggðina með menningartengdri starfsemi, byggða á Íslendingasögunum. 18.1.2021 22:54
Ríkisendurskoðun tekur út starfsemi Vegagerðarinnar Alþingi samþykkti í dag að fela ríkisendurskoðanda að gera úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, fór fram á úttektina sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fyrsta þingfundi eftir jólafrí í dag. 18.1.2021 16:11
Svavar Gestsson er látinn Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfararnótt 18. janúar. Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, sonur hjónanna Guðrúnar Valdimarsdóttur og Gests Sveinssonar. Svavar var elstur átta systkina. 18.1.2021 15:49
Stefnir í sex milljarða afkomu Arion banka Drög að uppgjöri Arion banka fyrir fjórða ársfjórðung 2020 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins um 6 milljarðar króna og reiknuð arðsemi á ársgrundvelli ríflega 12 prósent. Afkoman er umtalsvert umfram fyrirliggjandi spár greiningaraðila og hærri en á undangengum ársfjórðungum. 18.1.2021 15:47