Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fimm sagt upp og tugir í skert starfshlutfall

Fimm manns hefur verið sagt upp stöðum hjá ríkisstofnuninni Íslenskar orkurannsóknir. Forstjóri ÍSOR segir aðhaldsaðgerðirnar nauðsynlegar vegna samdráttar á markaði.

„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“

„Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar.

Borgarstjóri fellur ekki undir lög um vernd æðstu stjórnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa rætt við og fundað með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra vegna skotárásar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem lögregla hefur til rannsóknar. Áslaug Arna lítur málið alvarlegum augum.

Fólk á tíræðisaldri boðað í bólusetningu

Þriðjudaginn 2. febrúar mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu 90 ára og eldri, þ.e. fæddir 1931 eða fyrr, COVID-19 bólusetningu á Suðurlandsbraut 34. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni.

Eldur í bíl á Akranesi

Slökkviliðið á Akranesi var kallað út um klukkan hálf níu í morgun vegna þess að kviknað hafði í vélarhúddi fólksbíls í bænum. Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri segir að eldur virðist hafa kviknað þegar bílstjóri ræsti bílinn.

Drógu vélarvana flutningaskip til Patreksfjarðar

Björgunarskipið Vörður II á Patreksfirði var kallaður út laus eftir miðnætti í nótt vegna vélarvana flutningaskips utan við Tálkna sem skilur að Patreksfjörð og Tálknafjörð. Skipið er tæplega 90 metra langt.

Lítur lífið öðrum augum eftir brunann í Kaldaseli

Karlmaður sem missti húsið sitt í eldsvoða í Breiðholti á mánudagsmorgun segir atburðinn hafa markað mikil og djúpstæð áhrif á sig. Litlu hafi munað að hann yrði sjálfur bráð eldsins. Altjón varð þegar einbýlishús sem maðurinn hafði nýverið fest kaup á brann til kaldra kola.

Sjá meira