Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég vissi varla hvort ég átti að hlæja eða gráta“

Efling-stéttarfélag hefur sent bréf til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi og Þorsteins Einarssonar, starfsmannastjóra þar sem skorað er á Kópavogsbæ að standa við skuldbindingar sínar í gildandi kjarasamningi um styttingu vinnuvikunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.

„Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“

Kristján Markús Sívarsson segir alla eiga skilið annað tækifæri. Hann segir veðlánastarfsemi sem hann býður upp á ásamt kærustu sinni vera hugmynd sem hann hafi gengið með í maganum í nokkurn tíma. Hann hafi hins vegar ekki verið í standi til að framkvæma það fyrr en núna.

Boeing 737 Max fá græna ljósið í Evrópu

Flugöryggisstofnun Evrópu hefur gefið græna ljósið á að Boeing 737 Max flugvélarnar geti flogið um loftin blá í Evrópu. Þar með er 22 mánaða banni á flugvélunum lokið í kjölfar tveggja flugslysa sem kostuðu 346 manns lífið.

Dansleikurinn reyndist íþróttaviðburður með tilboði á næsta bar

Hátt í 25 geta búist við kæru fyrir brot á sóttvarnalögum eftir að lögregla leysti upp danssamkvæmi í miðborg Reykjavíkur í gær þar sem áfengi var haft við hönd. Áfengið hafði verið borið út af nálægum veitingastað, sem er brot á áfengislögum.

Sögu­leg skipun for­stöðu­manns Fjöl­menningar­seturs

Nicole Leigh Mosty hefur verið skipuð í embætti forstöðumanns Fjölmenningarseturs til fimm ára. Hún tekur til starfa þann 1. mars. Greint er frá skipun Ásmundar Einar Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, á vef stjórnarráðsins.

Mistök ástæða vatnstjóns í Háskóla Íslands

Veitur segja að mistök hafi verið gerðar við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins við Suðurgötu sem olli því að stofnlögn vatns fór í sundur þannig að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum sem viðurkenna mistök og segjast líta atvikið alvarlegum augum.

Falsaðir seðlar í töluverðri umferð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að undanfarið hafi borið á tilkynningum um falsaða peningaseðla, bæði fimm þúsund og tíu þúsund króna seðla, auk evru seðla. Nokkur slík mál eru til rannsóknar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Sjá meira