Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2.2.2021 10:45
Eva Bergþóra stýrir samskiptum hjá borginni Eva Bergþóra Guðbergsdóttir hefur verið ráðin í starf teymisstjóra samskiptateymis Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Eva Bergþóra er búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hún hefur meðal annars verið fréttaritari Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 2.2.2021 10:19
Bein útsending: Auknar kröfur í útboðum á malbikun hjá Vegagerðinni Vegagerðin boðar til morgunfundar þar sem kynntar verða auknar kröfur og hertar reglur í útboðum malbiks- og klæðingaframkvæmda. Fundurinn hefst klukkan 9, stendur til 10:15 og verður í opnu streymi. 2.2.2021 08:16
Gunnar Ingiberg vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi Gunnar Ingiberg Guðmundsson, fyrrverandi varaþingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu Gunnars Ingibergs til fjölmiðla. 1.2.2021 14:28
„Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana“ Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta og ólympíuverðlaunahafi hvetur vini sína og fylgjendur til að senda sér línu ef það er að burðast með eitthvað og finni engan til að ræða við. Enginn eigi að burðast einn með sársauka. Hann hafi fyrst átta ára velt fyrir sér að svipta sig lífi. Hann hafi verið fangi eigin hugsana. 1.2.2021 12:15
Svona var 158. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 1.2.2021 10:36
Leigja íbúð saman, út að borða saman en tveggja metra regla í pottinum Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar segir fólk sem komi í hópum til Akureyrar, leigi saman íbúð og fari saman út að borða finnist að það megi vera saman í heitum potti í sundlaug. Lágar smittölur í landinu verði líka til þess að fólk passi sig minna. Þá verði að hafa í huga að heitir pottar undir berum himni séu ekki illa loftræst rými. 1.2.2021 10:27
Fór úr mjaðmarlið og beið í níutíu mínútur í kuldanum Þórður Mar Árnason má ekkert stíga í fótinn næstu sex vikurnar eftir að hafa farið úr mjaðmarlið í vélsleðaslysi á Tröllaskaga þann 15. janúar síðastliðinn. Hann þakkar fyrir að hafa ekki fengið vélsleðann ofan á sig þar sem hann rúllaði niður bratta fjallshlíð. Eða að æð hafi ekki farið í sundur í fæti hans. Þá hefði fátt komið í veg fyrir að honum hefði blætt út. 31.1.2021 19:56
Hafþór áfrýjaði og fékk þyngri dóm Hafþór Logi Hlynsson hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Þyngdi Landsréttur þar með dóm yfir Hafþóri Loga sem hlaut tólf mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjavík í nóvember 2018. 29.1.2021 16:28
Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. 29.1.2021 14:30