Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þórhallur miðill í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

Þórhallur Guðmundsson, betur þekktur sem Þórhallur miðill, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag og staðfesti þar með dóm Landsréttar frá því í júní í fyrra. Þórhallur var dæmdur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungum karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum.

Ljósmæður fengu fyrstu köku ársins

Ljósmæður og starfsfólk fæðingarþjónustu Landspítala tóku á móti fyrstu Köku ársins 2021. Landssamband bakarameistara efndi venju samkvæmt til árlegrar keppni um Köku ársins.

Svona var 163. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Þar munu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.

Tekjur tvöfölduðust á kórónuveiruárinu

Tekjur netöryggisfyrirtækisins AwareGo rúmlega tvöfölduðust frá árinu 2019 til 2020. Fyrirtækið þakkar vöxtinn að mestu stórum langtímasamningum við erlend fyrirtæki og endursöluaðila sem hlaupi á milljónum dollara, hundruðum milljóna króna. Framkvæmdastjóri AwareGo segir vöxt fyrirtækisins undanfarin tvö ár hafa verið ævintýralegan.

Banaslys í Garðabæ

Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Breyta aksturstefnu í Tryggvagötu meðan unnið er að sólartorgi fyrir sumarið

Tryggvagata við Tollhúsið í miðbæ Reykjavíkur verður lokuð fyrir akandi umferð fram á sumar á meðn yfirborðsfrágangi við endurnýjun götunnar stendur yfir. Til stendur að gatan verði tilbúin fyrir sumarið en eftir breytingar vill borgin að mannlíf fái að njóta sín í götunni. Hluti af því er sólartorg fyrir framan listaverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu.

Saksóknari fann fleiri milljónir Zuism-bræðra í Bandaríkjunum

Héraðssaksóknari hefur gert þá kröfu að fleiri eignir Einars Ágústssonar, annars fyrirsvarsmanna trúfélagsins Zuism, verði gerðar upptækar. Um er að ræða allar eignir Einars á reikningum hjá breska verðbréfafyrirtækinu Interactive Brokers í London. Um er að ræða samanlagt rúmlega 16 þúsund dollara eða andvirði rúmlega tveggja milljóna íslenskra króna.

Sjá meira