Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24.2.2021 10:07
Meintur fíkniefnabarón áfram í gæsluvarðhaldi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi 13. febrúar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í áframhaldandi vikulagt gæsluvarðhald. Varðhaldið, sem rennur út 2. mars, er á grundvelli rannsóknarhagsmuna að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 23.2.2021 16:16
Tónleikaferð til Marseille endaði með heimilisofbeldi Tuttugu og átta ára karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína á hótelherbergi í Marseille í Frakklandi þann 17. júní árið 2018. Karlmaðurinn afplánar sem stendur sex ára dóm sem hann hlaut sumarið 2019 fyrir tilraun til manndráps. 23.2.2021 15:41
Helga Guðrún og Ragnar Þór í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sig fram ásamt honum til formanns verða í beinni útsendingu í Pallborðinu, nýjum umræðuþætti á Vísi klukkan 14 í dag. Formannskosningar fara fram í stéttarfélaginu dagana 8.-12. mars næst komandi og óhætt að segja að töluverð spenna ríki fyrir kosningunum. 23.2.2021 13:30
Bein útsending: Gervigreind og gervital Jón Guðnason, dósent við verkfræðideild og forstöðumaður Mál- og raddtæknistofu, heldur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og stendur í um klukkustund. 23.2.2021 11:16
Svandís ræddi afléttingar innanlands Fundur ríkisstjórnarinnar hófst í Ráðherrabústaðnum klukkan 9:30 á morgun. Dagskrá fundarins liggur ekki fyrir en fastlega má búast við því að tillögur sóttvarnalæknis að afléttingum innanlands séu til umræðu. 23.2.2021 10:16
„Er ekki einhver með allt niðrum sig í þessum málum?“ Fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir heiðarlega lögreglumenn og almenning árum saman hafa bent á tiltekinn Íslending sem auðgast hefur gífurlega án þess að sýna skýranlega afkomu. 22.2.2021 15:31
Íslenskir hestar streyma úr landi Árið 2020 voru 2.320 hross flutt út frá Íslandi en eftirspurn eftir íslenska hestinum erlendis hefur vaxið hratt. Þetta kemur fram á vef Íslandsstofu. Árið 2019 voru flutt út 1.509 hross frá Íslandi og nemur því aukningin milli ára 53 prósentum. 22.2.2021 15:17
Enn að jafna sig á Covid-19 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist enn vera að jafna sig á Covid-19 sjúkdómnum sem hann fékk seinni hluta nóvember. Hann segist ekki óska neinum að smitast af kórónuveirunni. 22.2.2021 11:41
Svona var 164. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundurinn fer fram í húsakynnum almannavarnadeildar í Katrínartúni. 22.2.2021 10:01