Svona var 166. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundirnir fara nú fram einu sinni í viku, á fimmtudögum, en faraldurinn er í lægð hér á landi og ekki greinst smit undanfarna daga. 4.3.2021 10:33
Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3.3.2021 16:31
Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. 3.3.2021 16:18
Ekið á unga stúlku á vespu Óskað var eftir aðstoð lögreglu og sjúkrabíla á þriðja tímanum vegna umferðarslyss við Bakarameistarann í Suðurveri. 3.3.2021 15:04
Stór skjálfti fannst á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu um klukkan 11:05 í dag. 3.3.2021 11:06
Ekki talinn geta spillt sönnunargögnum Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á morðinu við Rauðagerði þann 13. febrúar, segir þá aðila sem látnir hafa verið lausir úr gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu ekki talda geta spillt sönnunargögnum. 2.3.2021 16:54
Safna ellefu milljónum til að mæta heilsuáskorunum Jóhannesar Komið hefur verið á fót GoFundMe síðu til styrktar Jóhannesi Stefánssyni fyrrverandi starfsmanni Samherja í Namibíu til að fjármagna læknismeðferð sem hann segist þurfa á að halda. 2.3.2021 15:46
Samþykktu nýjan kjarasamning með miklum meirihluta Kjarasamningur AFLs og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál var samþykktur með 94 prósent greiddra atkvæða. Atkvæðagreiðslu lauk í gær. Á kjörskrá voru 457 starfsmenn og var kjörsókn 72,4 prósent. Samningurinn gildir til þriggja ára, afturvirkt frá 1. mars 2020 að því er segir í tilkynningu frá Alcoa. 2.3.2021 14:53
Styttri þjónustutími á völdum leiðum Strætó Í gær stytti Strætó tímabundið þjónustutíma á kvöldin á völdum leiðum innan höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Ekki kemur fram í hve langan tíma skerta þjónustan mun vara. 2.3.2021 14:30
Íslendingurinn laus úr haldi en sætir farbanni Karlmaður á fimmtugsaldri sem verið hefur í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn hefur verið látinn laus úr haldi. Hann sætir þó fjögurra vikna farbanni og má því ekki fara úr landi á þeim tíma. 2.3.2021 14:04