Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dómur fyrir árás á öryggis­vörð Lands­bankans stað­festur

Landsréttur staðfesti í dag tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Kristjáni Erni Elíassyni fyrir árás á öryggisvörð í Landsbankanum. Hann þarf að greiða öryggisverðinum hálfa milljón í miskabætur. Dómurinn var kveðinn upp eftir hádegi í dag.

Um­mæli í Hlíðamálinu dæmd ómerk en miska­bætur lækkaðar

Landsréttur dæmdi í dag Hildi Lilliendahl Viggósdóttur og Oddnýju Arnarsdóttur hvora um sig til að greiða tveimur karlmönnum 100 þúsund krónur í miskabætur ásamt vöxtum og greiðslu málskostnaðar vegna ummæla sem þær létu falla í tengslum við svokallaða Hlíðamál. Ein ummæli Hildar og fjögur ummæli Oddnýjar voru dæmd ómerk.

Hreiðar og Magnús sakfelldir en Sigurður sýknaður í síðasta hrunmálinu

Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi voru í Landsrétti í dag sakfelldir fyrir aðild sína að CLN-málinu. Þeim var þó ekki gerði refsing vegna fyrri dóma sem þeir hafa hlotið. Sýknudómur Sigurðar Einarssonar úr héraði var staðfestur.

Brutu upp dyr snemma morguns í miðbæ Reykjavíkur

Sérsveit ríkislögreglustjóra braut upp útidyr í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Um var að ræða hluta af aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsóknina í Rauðagerðismálinu.

Reyndist vera með breska afbrigði veirunnar

Kona sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudag er með breska afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Rúmlega hundrað einstaklingar voru sendir í sóttkví í gær eftir að konan greindist.

Kröfu lögreglu um gæsluvarðhald hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri. Krafan var lögð fram í þágu rannsóknar lögreglu er varðar meðal annars meint brot mannsins gegn nálgunarbanni.

Uppfærum Ísland: Stafræn umbreyting eða dauði

Í tilefni af aðalfundi SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu frumsýna samtökin þátt undir yfirskriftinni Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði. Þátturinn verður frumsýndur á Vísi klukkan tíu í dag.

Les tuttugu stiga hita af mælinum í Hallormsstað

Íbúi í Múlaþingi vekur athygli á því að hitamælirinn í garði hans sýni tuttugu gráður í dag. Veðurstofan spáði töluverðum hita á Austurlandi í dag og sú spá hefur ræst og gott betur.

Sjá meira