Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna Rauðagerðismorðsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald vegna aðildar að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum átti að renna út í dag. 17.3.2021 15:02
Í stórum dráttum sáttur við niðurstöðuna og áfrýjar ekki Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, ætlar ekki að áfrýja niðurstöðu í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn dóttur sinni Aldísi Schram, fjölmiðlamanninum Sigmari Guðmundssyni og Ríkisútvarpinu til réttargæslu. 17.3.2021 13:42
„Upplifi mig mjög svo varnarlausa og hvergi örugga“ Svala Lind Ægisdóttir segist upplifa sig varnarlausa og hvergi óhulta. Það sama gildi um son hennar og fjölskyldumeðlimi sem sæti hótunum og eignaspjöllum af hendi karlmanns. 17.3.2021 10:35
Tveir með berkla á hjúkrunarheimili en hvorugur smitandi Tveir starfsmenn Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ greindust með berkla í hefðbundinni heilbrigðisskoðun á dögunum. Hvorugur er smitandi. Til stendur að senda alla íbúa heimilisins í berklaprufu. 16.3.2021 15:01
Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. 16.3.2021 14:35
Bein útsending: Að lesa í hegðun ungra barna - hagnýt ráð í uppeldi Berglind Sveinbjörnsdóttir, lektor og forstöðumaður meistaranáms í hagnýtri atferlisgreiningu, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis klukkan tólf í dag. Þar fjallar hún um að lesa í hegðun ungra barna og gefur hagnýt ráð í uppeldi. Reiknað er með því að fyrirlesturinn standi í um klukkustund. 16.3.2021 11:16
Burðardýrið játaði en meintir skipuleggjendur neita Aðalmeðferð fer fram í dag í máli tveggja Spánverja, karls og konu á fertugsaldri, sem ákærð eru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeim er gefið að sök að hafa þann 19. desember síðastliðinn staðið að innflutningi á tæplega fimm kílóum af hassi, um 5100 E-töflum og eitt hundrað stykkjum af LSD. 16.3.2021 10:14
„Það kom smá kjánalegt öskur og svo stóð ég bara frosinn“ Gísli Darri Halldórsson var svakalega hissa þegar Já-fólkið var á meðal þeirra fimm stuttu teiknimynda sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna. 15.3.2021 15:23
Já-fólkið hans Gísla Darra tilnefnd til Óskarsverðlauna Stuttmyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stutta teiknimyndin, í flokknum „Animated Short film“. Þetta var tilkynnt rétt í þessu í beinni útsendingu Óskarsverðlaunaakademíunnar. 15.3.2021 13:26
Stefán Þorleifsson er látinn Stefán Þorleifsson fyrrverandi íþróttakennari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, lést þann 14.mars á 105. aldursári. Stefán var elsti karlmaður landsins. 15.3.2021 10:57